fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Ofvöxtur í lögfræðingastétt – hvergi fleiri lögfræðingar á haus

Egill Helgason
Sunnudaginn 15. september 2013 11:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Formaður Lögmannafélagsins óttast gæðarýrnun meðal lögmanna á Íslandi. Félagar í lögmannafélaginu eru nú 1002, það hefur orðið aukning um 89 prósent síðan árið 2000.

Og það er stöðugt verið að útskrifa lögfræðinga, nú koma þeir úr heilum fjórum skólum. Segir að á Íslandi séu mun fleiri lögfræðingar á haus en á hinum Norðurlöndunum. Líklega verða þeir orðnir mörg þúsund innan tíðar.

Þetta er áhyggjuefni, ekki bara fyrir lögfræðingana, heldur líka fyrir fólki sem verður fyrir barðinu á þeim.

En nú eru auðvitað til ýmsar tegundir af lögmönnum. Áhyggjurnar vegna gæðarýrnunar eru þó líklega ástæðulausar.

Það er vitað að gamli lagaskólinn sem starfaði innan veggja Háskóla Íslands var lélegur. Þar skorti mikið á akademíska hugsun og vinnubrögð. Það er ekki fyrr en á síðari árum að slíkt hefur rutt sér rúms innan lagadeildar Háskólans, meðal annars vegna áhrifa erlendis frá. Lagadeildin er örugglega betri en hún var í eina tíð.

Það er svo spurning með hinar lagadeildirnar, Bifröst, Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Akureyri, en hún getur varla verið verri en er lýst í þessu bréfi sem birtist hér á vefnum fyrir fáum árum.

Getur verið að formaður Lögmannafélagsins óttist lífskjararýrnum lögfræðinga fremur en gæðarýrnun?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB