fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Eyjan

Bjarni Ben og afnám málskotsréttar forsetans

Egill Helgason
Mánudaginn 26. ágúst 2013 17:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margt athyglisvert kom fram í viðtali Helga Seljan við Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, í Vikulokunum á Rás eitt á laugardaginn.

Eitt af því sem þeir ræddu voru þjóðaratkvæðagreiðslur og synjunarvald forsetans. Þetta eru mál sem voru mikið rædd á síðasta kjörtímabili, í tengslum við Icesave og samningu nýrrar stjórnarskrár.

En það er vitað að Sjálfstæðismenn hafa alltaf verið lítt hrifnir af synjunarvaldinu og þjóðaratkvæðagreiðslur hafa ekki verið þeim að skapi, þótt kannski hafi hentað þeim að tala aðeins öðruvísi á síðasta kjörtímabili.

Í þættinum sagði Bjarni að ekki væri mikið lengur hægt að búa við núverandi ástand, þ.e. eilífar kröfur til forsetans um að senda hitt eða þetta málið í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Bjarni sagðist vilja að gerðar yrðu breytingar á stjórnarskrá þannig að þar væri þröngt ákvæði um hvernig væri hægt að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu.

Helgi spurði hvort slíkt ákvæði myndi taka yfir 26. grein stjórnarskrárinnar þar sem er kveðið á um synjunarvald forsetans.

Bjarni svaraði að hann sæi fyrir sér að slíkt ákvæði hefði í för með sér að forseti myndi ekki blanda sér í mál.

„Það ákvæði yrði annað hvort óvirkt eða fellt út,“ sagði Bjarni í viðtalinu.

Vart er hægt að skilja þetta öðruvísi en að formaður Sjálfstæðisflokksins vilji afnema málskotsrétt forsetans. Heldur er ólíklegt að vinir forsetans í Framsóknarflokknum vilji fara í slíkan leiðangur með honum, að minnsta kosti ekki meðan Ólafur Ragnar Grímsson situr á forsetastóli.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?