fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Eyjan

Hruninn ferðamannaiðnaður í Egyptalandi

Egill Helgason
Föstudaginn 16. ágúst 2013 00:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein afleiðing átakanna í Egyptalandi er algjört hrun í ferðamannaiðnaði sem hefur verið ein aðalatvinnugreinin í landinu.

2010 var metár í ferðamennsku í Egyptalandi, þá komu 14 milljón ferðamenn til landsins. Þá starfaði 1 af hverjum 7 landsmönnum við ferðaþjónustu.

Vinur minn einn fór um daginn að skoða píramíðana í Giza. Hann var nánast einn á svæðinu. Venjulega er þarna ys og þys og mikill ágangur.

Hótel standa tóm. Í vor var sagt frá því að nýting hótela í Kaíró væri 15 prósent en eingöngu 5 prósent í Luxor.

Nú á ástandið enn eftir að versna. Enn hefur fækkunin ekki orðið jafnmikil í baðstrandabæjunum við Rauðahaf, Hurghada og Sharm el Sheik. En hrun er líka yfirvofandi þar, þrátt fyrir að verð hafi lækkað mikið.

Þetta fátæka og fjölmenna land má illa við þessu.

Fólk hættir samt ekki að ferðast, heldur leitar annað. Í Grikklandi er nú metár í túrisma. Það er ekki síst Kínverjum og Rússum sem fjölgar. Þetta eru ekki mjög ævintýragjarnir ferðamenn, heldur fara gjarnan saman í hópum á sömu staðina.

Kínverjarnir troðast nú um þrönga stíga Santorini svo liggur við að eyjan sé að sökkva – meðan teppasölumenn, úlfaldasmalar og leiðsögumenn við píramíðana eiga dapra daga.

Egypt-faces-its-hugest-tourism-trouble

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB