Við verðum á afar þjóðlegum nótum í Kiljunni í kvöld.
Við fjöllum um Árna Magnússon í tilefni af því að 350 ár eru liðin frá fæðingu hans, förum á Árnastofnun og skoðum handrit sem tengjast honum undir leiðsögn Svanhildar Óskarsdóttur.
Við skoðum nýja bók sem nefnist Af jörðu. Hún er eftir Hörleif Stefánsson arkitekt og fjallar um íslenska torfbæinn.
Stella Soffía Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Bókmenntahátíðar í Reykjavík, kemur í þáttinn og segir frá höfundum sem koma á hátíðina sem verður í september næstkomandi.
Jón Atli Jónasson kemur í þáttinn með nýja bók eftir sig, nóvellu sem nefnist Börnin í Dimmuvík.
Gagnrýnendur okkar fjalla um tvær bækur: Fyrsta bindi sagnabálksins mikla Krúnuleika eða Game of Thrones sem er komið út á íslensku og spennusöguna Drekann eftir Sverri Berg.
En Bragi talar um kínversk ljóð – og ellina.
Þetta er síðasta Kiljan á þessari vertíð – við tökum aftur upp þráðinn í haust, á Bókmenntahátíð.
Árni Magnússon fæddist á Kvennabrekku í Dölum 1663.