fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Nýju framboðin hirða fylgið af stjórnarflokkunum

Egill Helgason
Laugardaginn 6. apríl 2013 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á meðan það er Framsóknarflokkurinn sem er að taka til sín mikið af fylginu frá Sjálfstæðisflokknum, eru það ný framboð sem eru að rústa stjórnarflokkunum.

Samkvæmt síðustu könnun voru Samfylkingin og Vinstri gænir búnir að missa meira en tvoþriðjuhluta fylgisins frá þvi í síðustu kosningum.

Það er aðallega Björt framtíð sem tekur fylgi, sumir segja reyndar að flokkurinn sé útibú frá Samfylkingunni – aðeins mildari og poppaðri útgáfa af þeim flokki.

Píratar eru líka að taka fylgi frá stjórnarflokkunum og sömuleiðis Lýðræðishreyfingin. Píratar virðast ætla að sigla inn á þing – og Lýðræðisvaktin á ágæta möguleika.

Þetta þýðir að fari Framsókn og Sjálfstæðisflokkur í ríkisstjórn, gæti stjórnarandstaðan verið mynduð úr þremur til fimm fremur litlum flokkum: Samfylkingu, Vinstri grænum, Bjartri framtið, og ef til vill Pírötum og Lýðræðisvakt.

Nú á tíma margra nýrra  framboða beinist athyglin að 5 pósenta atkvæðaþröskuldinum. Hann felur í sér að enginn flokkur fær menn á þing nema hann nái yfir 5 prósenta atkvæðafjölda á landsvísu.

Í raun er þetta fjarskalega ólýðræðislegt. Áður var reglan sú að flokkar yrðu að fá að minnsta kosti einn kjördæmakjörinn mann til að komast á Alþingi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin