fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Eyjan

Framsókn enn í blússandi sókn, hrun Sjálfstæðisflokksins heldur áfram

Egill Helgason
Þriðjudaginn 2. apríl 2013 18:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég ræddi um daginn við dyggan framsóknarmann sem sagðist ekki trúa því að úrslit kosninga yrðu eins og skoðanakannanir sýndu.

Hann taldi að Sjálfstæðisflokkurinn yrði með sirka 30 prósent en Framsókn í kringum 20.

Og jú, hann sagðist myndu verða hæstánægður með þetta – Framsókn hefur ekki verið yfir 20 prósentum síðan 1995.

Skoðanakönnunin sem birtist í fréttum RÚV í kvöld sýnir að framsóknarmaðurinn, vinur minn, var kannski óþarflega svartsýnn.

Það eru ekki nema 25 dagar til kosninga og Framsókn er með 28,3 prósenta fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn er kominn niður í 22,4 prósent.

Þar á bæ er hægt að tala um algjört fylgishrun. Flokkurinn er kominn undir fylgið í kosningunum 2009.

Hvað er þá til ráða hjá Sjálfstæðisflokknum?

Það fer að verða of seint að búa til nýtt plan fyrir kosningarnar. Hvað loforð varðar getur Sjálfstæðisflokkurinn varla toppað Framsókn. Það er líka eins og fólk ætli að kjósa Framsókn þótt það trúi ekki endilega á loforðin – það er frekar eins og menn hugsi að það gæti verið að Framsókn stæði við þau.

Hvað er þá eftir nema að efna til mikillar auglýsingaherferðar? Er það hugsanlega eina úrræðið? Eða eiga kosningastjórar flokksins eitthvað tromp upp í erminni? Veður flokkurinn kannski að reyna að höggva fastar í Framsókn?

Fylgi annarra flokka sætir ekki sérstökum tíðindum miðað við síðustu kannanir, stjórnarflokkarnir eru í tómu tjóni og fátt sem bendir til þessa að þeir rétti úr kútnum, Björt framtíð stendur í stað, en það eru Píratar sem eru líklegastir af nýju framboðunum til að komast að.

fylgi_flokka_02_04.002

Úrtakið í könnuninni var stórt, eða 7300 manns. 40 prósent svöruðu ekki. Kannski leynist þar einhver von fyrir ný framboð? Sjá nánar á vef Ríkisútvarpsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin