fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Eyjan

Lincoln – fyrir áhugamenn um þingstörf

Egill Helgason
Föstudaginn 15. febrúar 2013 11:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég fór á mynd Spielbergs, Lincoln, í gærkvöldi.

Myndin fjallar í rauninni ekki um Abraham Lincoln, þetta er ekki ævisaga hans, við fáum ekki að vita hvaðan hann kom og morðárásin á hann er ekki sýnd – þótt myndin endi á andláti hans.

Nei, myndin fjallar nokkuð smásmugulega um baráttu í þjóðþingi – um það hvernig hægt er að koma í gegn frumvarpi.

Það er í sjálfu sér mjög athyglisvert. Stjórnarliðar myndarinnar, menn forsetans, gera það með fortölum, þvingunum – og þeir dreifa líka út bitlingum.

Og þannig tekst þeim að ná naumum meirihluta fyrir 13. viðbót stjórnarskrár Bandaríkjanna – banni við þrælahald

Jú, myndin fjallar líka um stjórnarskrármál.

Þarna er mikið af litríkum stjórnmálamönnum, ég var að skoða gamlar myndir á netinu eftir að ég kom heim úr bíó. Það er greinilegt að Spielberg hefur lagt sig fram um að gera leikarana eins líka frummyndunum og hægt er. Það er líka athyglisvert hversu umræðurnar á Bandaríkjaþingi á þessum tíma hafa verið óheflaðar – þingmenn hika ekki við að kalla hvor aðra fífl, fábjána og þrjóta og óska andstæðingunum norður og niður.

Þetta er ekkert stórvirki í kvikmyndagerð – í raun höfðar myndin mest til þeirra sem hafa áhuga á stjórnmálabaráttu, já, og þingstörfum. En Daniel Day Lewis er mjög eftirtektarverður í hlutverki Lincolns, manni líður í raun eins og maður sé að horfa á áhugaverða tilgátu. Já, svona gæti hann hann hafa verið þessi merkilegi maður, alvörugefinn, en um leið kankvís.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann