fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Keppni um að komast í stjórn með Sjálfstæðisflokknum

Egill Helgason
Föstudaginn 1. febrúar 2013 19:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björt framtíð virðist hafa rofið múrinn. Óákveðnir hafa séð að flokkurinn á möguleika – og flykkjast nú til að segjast ætla að kjósa hann.

19 prósent í þjóðarpúlsi Gallup þremur mánuðum fyrir kosningar er ekki slæmt. Og þýðir að Björt framtíð er næst stærsti flokkurinn, gæti fengið á annan tug þingmanna.

Keppnin virðist vera um hvaða flokkur fær að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum, Björt framtíð, Samfylkingin eða Framsókn.

Hinn möguleikinn er samstjórn þessara flokka, en meirihlutinn yrði mjög tæpur ef hann næðist – með VG, sem bíður líklega afhroð, yrði meirihlutinn kannski ögn stærri, en þeir eru örugglega ekki margir sem langar í fjögurra flokka ríkisstjórn.

En svo birtir Stöð 2 reyndar könnun sem er talsvert öðruvísi, þar er það Framsóknarflokkurinn sem tekur stökk, en Sjálfstæðisflokkurinn er í 33 prósentum. Þar er Björt framtíð aðeins lægri, en þó stærri en Samfylkingin.

Svarhlutfallið þar er þó afar lélegt, 45 prósent taka ekki afstöðu. Úrtakið hjá Gallup er stærra, en svarhlutfallið heldur ekki gott, 60 prósent.

Jóhanna Sigurðardóttir segir að stóra stríðið verði milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Þau orð hafa heldur holan hljóm. Líklega verður höfuðverkefni nýs formanns Samfylkingarinnar á næstu vikum verða að stöðva fylgisflóttann til Bjartar framtíðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“