fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Dularfull veikindi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. apríl 2018 17:30

Frá Havana. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanadísk yfirvöld hafa ákveðið að flytja fjölskyldur stjórnarerindreka sinna heim frá Kúbu. Ákvörðunin er tekin í kjölfar þess að 10 Kanadamenn, sem hafa verið við störf á Kúbu, hafa upplifað dularfull heilsufarsvandamál. Ekki er ljóst hvað veldur og eru kanadísk stjórnvöld að rannsaka málið.

CTV News skýrir frá þessu. Málið minnir mjög á það sem fjöldi bandarískra stjórnarerindreka hefur lent í á Kúbu á undanförnum misserum. Þá sögðu bandarísk stjórnvöld að hugsanlega hefði verið ráðist á fólkið með hátíðnihljóðum. Það er nú talið ósennilegt en engin önnur haldgóð skýring hefur þó fundist á dularfullum veikindum stjórnarerindrekanna. Læknar hafa þó áhyggjur af að veikindi fólksins séu ný tegund heilaskaða en hvað veldur skaðanum er hins vegar ekki vitað.

Einkenni veikindanna eru svimi, höfuðverkur og ógleði. Kanadískir stjórnarerindrekar og fjölskyldur þeirra fóru að kvarta undan einkennunum á síðasta ári. Engin ný tilfelli hafa komið upp frá því síðasta haust en þeir sem veiktust finna enn fyrir einkennum.

Kanadísk stjórnvöld vilja gæta fyllstu varúðar og hafa því ákveðið að stjórnarerindrekar megi ekki taka fjölskyldur sínar með til Kúbu. Einnig er verið að leggja mat á hvort fækkað verði í starfsliði sendiráðsins í Havana en þar eru nú 15 stjórnarerindrekar við störf. Kanadísk stjórnvöld telja jafn hættulegt að starfa í sendiráðinu á Kúbu og í Afganistan.

Bandarísk stjórnvöld fækkuðu starfsfólki í sendiráði sínu í Havana á síðasta ári af sömu ástæðu og vísuðu 15 kúbverskum stjórnarerindrekum úr landi í refsingarskyni fyrir að Kúba hefði ekki gert nóg til að vernda bandaríska stjórnarerindreka.

Kúbverska stjórnin hefur neitað allri vitneskju um málið. Þarlend stjórnvöld hafa í gegnum tíðina átt í vinsamlegum samskiptum við Kanada.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Í gær

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“