fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Eyjan

Fylgi flokkanna – fyrir skuldaleiðréttingu

Egill Helgason
Sunnudaginn 9. nóvember 2014 17:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, hefur dregið saman skoðanakannanir frá því í síðustu kosningum. Þarna getur maður séð fylgisþróun flokkanna frá því snemma árs 2013.

Það er athyglisvert, eins og Grétar bendir á, að Sjálfstæðisflokkurinn er aftur að missa fylgi eftir að hafa sótt á í skoðanakönnunum í sumar. Samfylkingin er aftur að festa sig í sessi sem næst stærsti flokkurinn, en Björt framtíð er með í kringum 15 prósent.

Fylgi VG er nokkuð stöðugt, sem og Pírata, en Framsóknarflokkurinn heldur áfram að dala.Hann hefur samkvæmt þessu misst meira en helming af kjörfylgi sínu.

 

10171821_10204287286375715_7864877802163799598_n

 

Sjálfur skrifar Grétar:

Eftir nokkurt hlé kemur hér framhald á samantekt minni á fylgi stjórnmálaflokkanna eins og það mælist í þeim könnunum sem gerðar eru (Capacent, MMR, Stöð2/Fréttablaðið og Félagsvísindastofnun). Tekið er saman vegið meðalfylgi hvers mánaðar.

D virðist vera að nálgast 25 prósentin aftur eftir skammvinnan síðsumarstopp. B heldur áfram að hopa og þróunin er áfram niðurá við. Októbermælingarnar eru þær lægstu frá kosningum. S hefur bætt við sig hægt og bítandi þetta árið og er nú klárlega næst stærsti flokkurinn í mælingum með 20%. BF hefur verið mjög rokkandi síðustu mánuði en virðist vera með traust 15% kannanafylgi. Eftir að hafa risið nokkuð mánuðina eftir kosningarnar 2013 hefur VG meira og minna staðið í stað í 12 – 13 prósentum. Píratar halda áfram að liggja í 8-10 prósentum og virðast hafa stöðugt fylgi á því bili.

Nú er stóra spurningin – opinberun skuldaleiðréttingarinnar miklu á morgun, mun hún hafa einhver áhrif á þessar fylgistölur?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við
Eyjan
Fyrir 1 viku

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt