fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Guðrún Nordal: Dapurlegt ef flokksstimpill skiptir meginmáli

Egill Helgason
Föstudaginn 31. janúar 2014 11:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sú mikla sómakona, Guðrún Nordal, forstöðumaður stofnunar Árna Magnússonar, skrifar grein í Fréttablaðið í dag.

Guðrún situr í stjórn Ríkisútvarpsins. Jú, hún er tilnefnd af Sjálfstæðisflokknum, en hún tekur fram í greininni að hún hafi aldrei verið flokksbundin og aldrei komið nálægt starfi stjórnmálaflokks.

Hún tekur fram að hún sitji í tveimur stjórnum, sé formaður vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs, skipuð þangað af Katrínu Jakobsdóttur, og í stjórn Ríkisútvarpsins, þar er hún tilnefnd af Illuga Gunnarssyni.

Síðan segir Guðrún orðrétt:

Umræðan á Alþingi um skipun í stjórn Ríkisútvarpsins fælir fólk eins og mig frá því að gefa kost á sér í störf þar sem flokkslegur stimpill virðist skipta meginmáli, þó að verkefnin snúist fyrst og fremst um faglega vinnu og breitt samstarf. Það er lykilatriði að Alþingi og stjórnvöld almennt hugi ekki aðeins að nákvæmum prósentureikningi svokallaðs minni- og meirihluta heldur leitist markvisst við að laða breiðan hóp fagmanna að trúnaðarstörfum í samfélaginu.

Það var sannarlega mikil gæfa að allir flokkar áttu fulltrúa í stjórn Ríkisútvarpsins á síðustu mánuðum, þegar miklir erfiðleikar blöstu við stofnuninni. Stjórnarmenn stóðu þá þétt saman og störfuðu ekki á forsendum stjórnarmeirihluta eða minnihluta, heldur með hag Ríkisútvarpsins að leiðarljósi. Sú eindrægni og fagmennska kom vel í ljós þegar stjórnin tók samhljóða ákvörðun um ráðningu nýs útvarpsstjóra. Meðal annars af þeirri ástæðu er það dapurlegt að Pétur Gunnarsson rithöfundur skuli ekki lengur eiga sæti í stjórn Ríkisútvarpsins.

Johanna Olafsdottir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Julian McMahon látinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“