fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Það sem er við að eiga

Egill Helgason
Föstudaginn 17. janúar 2014 20:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Utanríkisstefna Íslands er mótuð af Ólafi Ragnari Grímssyni forseta. Ríkisstjórnin lætur sér nægja að fylgja honum. Eins og sjá má á heimasíðu forsetaembættisins fundar Ólafur Ragnar með sendiherrum og leggur á ráðin um samskipti við ríki eins og Kína og Indland.

Utanríkisstefnan byggir á því sem kallaðist útflutningsleiðin á tíma Ólafs Ragnars í forystu Alþýðubandalagsins. þ.e. samskiptum við fjarlæg lönd, sérstaklega í Asíu, en að auki hefur bæst við áhugi á Norðurslóðum eins og heyra mátti í áramótaræðu forsetans.

Áhuginn á Evrópu og Bandaríkjunum er minni – jú, minni en í gervallri sögu íslenska lýðveldisins.

En við þurfum líka að skilja við hverja er að eiga.

Íslendingur situr í fangelsi í Kína og er beinlíns horfinn. Fjölskylda hans veit ekkert um afdrif hans. Meðferðin sem hann hefur mátt sæta er óralangt frá því sem tíðkast í réttarríkjum.

Á heimasíðu forsetans er einmitt mynd af honum með Pútín Rússlandsforseta.

Í dag er maður forviða yfir orðum Pútíns þar sem hann leggur samkynhneigð að jöfnu við barnagirnd. Þetta ber vott um óvenju spillt hugarfar – og kemur svosem ekki á óvart í því spillingardíki sem Rússland er undir stjórn þessa KGB-manns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi