

Þetta bréf eftir Iliana Magra frá Þessaloniki birtist í Financial Times í dag. Það lýsir ágætlega hvernig grískum almenningi líður. Stórir hópar fólks hafa hrapað ofan í fátækt og framtíðarhorfurnar eru svartar, sumir eru farnir að svelta og það eru betlarar á götum. Fjölskyldur deila um pólitík, en vita í raun ekki hverjir valkostirnir eru. Iliana segist vera orðin þreytt á lífinu, hún óttist að þetta eigi enn eftir að versna.

Hvað er þetta væru náttúruhamfarir eða snerist um eitthvað annað en peninga?
Að nokkru leyti minnir framganga helstu ráðamanna Evrópusambandsins – og þá aðallega Þýskalands sem ræður algjörlega ferðinni núorðið á það sem gerðist í New Orleans þegar fellibylurinn Katrina lagði borgina í rúst og olli miklum hörmungum.
Ríkisstjórn George W. Bush brást seint og illa við og það var þá sem álitið á henni hrundi endanlega – það blasti allt í einu við að hún var bæði vanhæf og skaðleg.