

Svona er hún á ensku spurningin í grísku þjóðaratkvæðagreiðslunni næsta sunnudag. Þarna er spurt hvort Grikkir vilji samþykkja tilboð ESB, Evrópska seðlabankans og AGS frá 25. júní. Þetta er frekar ruglingslegt. Frá ríkisstjórnum Þýskalands, Frakklands og Ítalíu hafa komið þau skilaboð að Grikkir séu í raun að kjósa um hvort þeir vilji hafa evru eða drökmu og það sama segir hinn lítilsigldi Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
En það stendur ekki í spurningunni. Það er ekki furða þótt kjósendur hérna í Grikklandi séu ráðvilltir.

Nú er Barack Obama farinn að þrýsta á Evrópusambandið að láta Grikki ekki detta út úr evrunni. Obama horfir náttúrlega á málin út frá þróun í alþjóðastjórnmálum, en ekki bara þröngu bókhaldi.
Það skyldi þó aldrei vera að Bandaríkin kæmu Evrópu enn einu sinni til bjargar?