fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Gríska spurningin

Egill Helgason
Mánudaginn 29. júní 2015 16:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svona er hún á ensku spurningin í grísku þjóðaratkvæðagreiðslunni næsta sunnudag. Þarna er spurt hvort Grikkir vilji samþykkja tilboð ESB, Evrópska seðlabankans og AGS frá 25. júní. Þetta er frekar ruglingslegt. Frá ríkisstjórnum Þýskalands, Frakklands og Ítalíu hafa komið þau skilaboð að Grikkir séu í raun að kjósa um hvort þeir vilji hafa evru eða drökmu og það sama segir hinn lítilsigldi Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB.

En það stendur ekki í spurningunni. Það er ekki furða þótt kjósendur hérna í Grikklandi séu ráðvilltir.

CIqygh0UAAEJe5C

Nú er Barack Obama farinn að þrýsta á Evrópusambandið að láta Grikki ekki detta út úr evrunni. Obama horfir náttúrlega á málin út frá þróun í alþjóðastjórnmálum, en ekki bara þröngu bókhaldi.

Það skyldi þó aldrei vera að Bandaríkin kæmu Evrópu enn einu sinni til bjargar?

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar