
Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins eru einhver skrítnasta samsuða sem sjá má í íslenskum fjölmiðlum. Líklega myndi ekkert blað í heiminum sem tekur sig alvarlega birta svona ritstjórnarskrif.
Í Reykjavíkurbréfi helgarinnar eru Sjálfstæðismenn húðskammaðir vegna flugvallarmálsins – og sagt er að þeir barasta vilji ekki meira fylgi. Sem þá væntanlega væri í boði ef flokkurinn tæki harða afstöðu í málinu.
En vandinn er sá að flugvallarmálið er ekki flokkspólitískt. Menn geta haft ýmsar skoðanir á því – hvar sem í flokki þeir standa.
Málið er álíka pólitískt og hvaða litur manni finnst fallegur, hvaða kaffi manni finnst gott eða hvort manni finnst handbolti skemmtilegri en fótbolti.