fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Hvort er betra?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 25. júní 2015 15:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræðan um skrifstofubyggingu Alþingis sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vill reisa eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar er að verða svolítið áhugaverð. Sumir segja að forsætisráðherra megi alls ekki skipta sér með þessum hætti af skipulagi. Í forsætisráðuneytinu er reyndar starfandi síðan í fyrra sérstök skrifstofa menningararfs.

Andri Snær Magnason skrifar mjög harðorða grein og sakar Sigmund Davíð um að

…sniðganga okkar kynslóð listamanna og taka frá okkar kynslóð einstakt tækifæri til að skapa Guðjón Samúelssyni og dætur samtímans.

Þetta segir Andri Snær að sé „alveg forkastanlegt“.

En myndir tala sínu máli. Sigmundur Davíð og fleiri hafa vakið athygli á hörmulegum byggingaáformum í miðborg Reykjavíkur, áformum sem bera engu vott nema græðgisvæðingu og skammtímahugsun eins og oft vill vera á toppi byggingabólu líkri þeirri sem við erum að upplifa núna. Dagskipunin er að skítnýta byggingarréttinn, nýtingarhlutföll eru viðmiðið en fagurfræði og samræmi er gefið langt nef.

Hér eru tvær myndir, sú fyrri sýnir teikningu að fyrirhuguðu hóteli á horni Lækjargötu og Vonarstrætis. Myndin vakti kátínu vegna loftbelgsins – gárungar sögðu að hann væri þarna til að draga athyglina frá húsinu sjálfu.
1424311_10208365719885234_5283222855006188594_n

 

Hins vegar er tölvuteikning að húsinu sem yrði reist eftir teikningu Guðjóns. Minnir dálítið á Landsbankann á Akureyri, pakkaðan inn í jólaumbúðir.

Hvor byggingin býður af sér betri þokka? (Greinarhöfundur tekur fram að hann hefur vissan skilning á báðum sjónarmiðunum.)

 

1689884_10208365720525250_6563707535626214345_n-1

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar