fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Örlagastund fyrir Grikkland, Evrópu og Merkel

Egill Helgason
Fimmtudaginn 25. júní 2015 10:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

1947 var borgarastríð í Grikklandi – þetta var í upphafi kalda stríðsins og sveitir kommúnista reyndu að ná völdum. Harry Truman Bandaríkjaforseti lýsti þá yfir að þessu þyrfti að afstýra – milljónum dollara var veitt til að halda Grikklandi í herbúðum Vesturlanda.

Í ræðu af þessu tilefni sagði Truman að ef Grikkland fengi ekki aðstoð á þessari stund myndi það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir bæði vestrið og austrið.

Alison Smale og Andrew Higgins rifja þetta upp í grein í New York Times sem ber yfirskriftina Skuldaviðræður eru örlagastund fyrir Grikkland og fyrir Angelu Merkel. Við þetta má bæta Evrópusambandinu.

Stjórnmálin í Grikklandi eru mjög heiftúðug og klofningur þjóðarinnar eindreginn, eins og á tíma borgarastríðsins. Pútín Rússlandsforseti hefur gengið á lagið og er farinn að blása í glæðurnar.

En mest veltur þó á Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Hún er helsti leiðtogi Evrópusambandsins. Það er hún sem þarf að ákveða hvort sé þess virði að verja nokkrum fjárhæðum til að halda Grikklandi innan Evrópu.

Samningaviðræður standa yfir en árangurinn virðist vera lítill. Grikkland dansar á bún hyldýpis, en afleiðingarnar af hruni Grikklands fyrir öryggi og samstöðu í Evrópu geta líka verið mjög miklar. Arfleifð Merkel er einnig í uppnámi – ætlar hún að láta minnast sín fyrir endalausan niðurskurð sem hefur keyrt Grikkland í kaf og Evrópusamband sem einkennist af fullkomnu samstöðuleysi.

Spurningin er hvort Merkel hefur einhverja stóra pólitíska sýn – verandi helsti leiðtogi heillar heimsálfu – eða hvort athafnir hennar ráðast af þrengri hagsmunum heimafyrir. Því miður hefur oft virst að Merkel skorti heildarsýn. Hún hefur látið fjármálaráðherra sinn Wolfgang Schäuble ráða ferðinni – sá maður hefur afskaplega þrönga sýn á ríkisbókhaldið og er ekki líklegur til að afla Þýskalandi vina.

Ef Grikkir neyðast til að fara úr evrunni – og það þýðir ekki lengur að deila um hvort hefði átt að leyfa þeim að nota þennan gjaldmiðil – þurfa þeir að fara að prenta sinn eigin gjaldmiðil. Það býður heim algjörum glundroða. Ný drakma myndi falla eins og steinn. Grikkland myndi hrapa lengra ofan í díki fátæktar. Í fjölmiðlum um allan heim myndu birtast myndir af neyðarástandi. Upplausn í Grikklandi gæti líka þýtt straum flóttamanna til Norður-Evrópu, ekki bara Grikkja, heldur líka fólks frá Miðausturlöndum sem færi í gegnum Grikkland.

Pólitískar afleiðingar gætu orðið víðtækar. Nú er við völd í Grikklandi vinstri stjórn sem er vinsamleg Pútín. Í grein Smale og Higgins er vitnað í Rosen Plevneliev, forseta Búlgaríu, sem segir að Rússland noti hvert tækifæri sem gefst til að veikja Evrópusambandið og kljúfa það. Það sem er að gerast í Grikklandi snýst ekki bara um efnahagsmál heldur líka um alþjóðapólitík, segir Plevneliev. Allar götur síðan Truman tók af skarið 1947 hefur það verið stefna að halda Grikklandi innan Evrópu. Landið hefur verið aðili að Nató síðan 1952.

Merkel hlýtur að gera sér grein fyrir þessu – annað er óhugsandi. Fyrir utan Grikkland og framrás Rússa þarf hún líka að horfa til Bretlands. Þar er þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að ESB árið 2017. Falli Grikkland verður það ekki góð auglýsing fyrir ESB og samstöðuna innan sambandsins.

Þá er spurning hvort Nikos Kotzias, utanríkisráðherra Grikklands, hefur ekki rétt fyrir sér en hann segir að Evrópusambandið sé að þróast yfir í veldi sem hverfist í kringum skriffinna, fjármálamarkaði og Berlín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar