fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Tony Blair og hinn endalausi spuni

Egill Helgason
Mánudaginn 22. júní 2015 15:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tony Blair er einhver mesti óþurftarmaður í vestrænum stjórnmálum í seinni tíð. Hann virðist hafa trúað því að hægt væri að sigrast á öllu með nógu miklum spuna. Spunavélin í kringum hann malaði og malaði – þangað til enginn vissi hvað sneri upp eða niður.

Einhvern veginn spilltust stjórnmál í tíma Blairs, enda lærðu margir af honum. Í pólitískri umræðu mega jafn sjálfsagðir hlutir og sannsögli og einlægni sín afar lítils – því miður eru alltof margir stjórnmálamenn af sauðahúsi Blairs og margir hafa lært dyggilega af honum. PR-ið kringum stjórnmálin varð alveg stjórnlaust eftir hann.

Blair er líka einn af þeim stjórnmálamönnum sem hafa hagnast óskaplega á því að vera í pólitík. Hann er moldríkur. Það verður varla sérstök neyð á heimili hans þótt hjúkrunarbrasksfyrirtæki Cherie Blair, eiginkonu hans, sé farið á hausinn.

En óneitanlega verður manni hugsað til sjúkrahótelsins sem fjallað var um í Kastljósi í síðustu viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar