fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Ekki dagur fyrir hátíðarræður og mærð

Egill Helgason
Föstudaginn 19. júní 2015 10:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

19. júní er merkisdagur, það eru liðin hundrað ár frá því konur á Íslandi fengu kosningarétt. Íslendingar voru nokkuð framarlega þegar kom að þessari sjálfsögðu réttarbót.

Dagurinn er haldinn í skugga þess að um daginn voru sett lög á verkfall hjúkrunarfræðinga, stéttar sem er einkum skipuð konum. Þannig að í rauninni er ekki viðeigandi að vera bara með hátíðarræður og mærð í dag. Baráttan fyrir jöfnum rétti kynjanna heldur áfram og hún tekur á sig ýmsar myndir.

Í Fréttablaðinu má sjá að ríkisstjórnin vill jafna hlut kvenna í fjölmiðlum í tilefni dagsins, það er sjálfsagt mál, en þegar skoðuð er mynd með fréttinni sést að í stjórninni eru 6 karlar og 4 konur. Það er líka alveg ljóst að konurnar í stjórninni eru ekki í hópi áhrifamestu ráðherranna – það er eiginlega þvert á móti.

Kona varð fyrst forsætisráðherra á Íslandi 2009 og konur verða sjaldan formenn stjórnmálaflokka. Það hefur ekki breyst. Til dæmis hefur kona aldrei verið formaður Sjálfstæðisflokksins og einungis örstutta hríð var kona formaður Framsóknar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar