fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Hinn lítt aðlaðandi Lökke tapar fylgi en verður forsætisráðherra – sókn Danska þjóðarflokksins

Egill Helgason
Fimmtudaginn 18. júní 2015 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sama gerist í Danmörku og í Bretlandi um daginn.

Þegar talið er upp úr kjörkössum kemur í ljós að hægrið hefur meira fylgi en sagði í skoðanakönnunum.

Hver sem kann að vera skýringin á því – er fólk kannski hræddara við að gefa sig upp á hægri væng en vinstri væng?

Þetta gerist þrátt fyrir að Helle Thorning-Schmidt njóti mun meira trausts meðal kjósenda en Lars Lökke Rasmussen.

Helle hefur verið að sækja í sig veðrið í stjórnmálum eftir að hafa verið mjög óörugg fyrstu misserin sem forsætisráðherra.

Í Danmörku ríkir dæmalaus velmegun. Samt kjósa Danir Lars Lökke sem forsætisráðherra.

Hann er heldur lítilsigldur náungi, ósjarmerandi og hefur tilhneigingu til spillingar – sem er óvenjulegt í dönskum stjórnmálum. Hann hefur áður verið forsætisráðherra, tók við af Anders Fogh Rasmussen, þeim hinum sama og lét Bush og Blair teyma sig á asnaeyrunum og fékk að launum framkvæmdastjórastöðu hjá Nató.

Lökke mun stjórna með atbeina Danska þjóðarflokksins – eins rasískasta stjórnmáaafls á Norðurlöndunum. Þótt hann sé forsætisráðherraefnið virðist Þjóðarflokkurinn ætla að verða stærri en Venstre, flokkur Lökkes. Venstre missir fylgi, en Þjóðarflokkurinn bætir við sig. Það er býsna skuggalegt, ítök flokksins í stjórninni verða mjög mikil ef fer sem horfir. Andúð á útlendingum hefur spilað stórt hlutverk í stjórnmálum í Danmörku um nokkuð langt skeið.

Þá eru rasískir flokkar komnir með hönd á stjórnartauma á tveimur Norðurlandanna, í Danmörku og Finnlandi þar sem hinir fáránlegu Sönnu Finnar eru með í samsteypustjórn og hafa sjálfan utanríkisráðherrann úr sínum röðum. Ekki má heldur gleyma Noregi þar sem Framfaraflokkurinn er í stjórn – hann er allnokkuð mildari útgáfa af áðurnefndum flokkum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar