
Í frétt á Vísi í gær kemur fram að Atlantsolía hafi styrkt Samfylkinguna um tvær milljónir. Þessi styrkur var veittur til fulltrúaráðs flokksins, kom semsagt ekki fram í yfirliti yfir styrki til flokksins árið 2006 sem birt var fyrir stuttu.
Framkvæmdastjóri flokksins segir í fréttinni að það taki tíma að fá upplýsingar frá „fjölmörgum félögum og kjördæmisráðum flokksins“.
Ekki er það beinlínis traustvekjandi – að hinir og þessir aðilar innan flokksins hafi staðið í því að safna fé frá fyrirtækjum, og að það svo djúpt á þessum upplýsingum að það sé ekki hægt að safna þeim saman á tveimur vikum.
Hvað eru þetta eiginlega mörg félög?