fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Útgjaldaþrýstingur

Egill Helgason
Þriðjudaginn 16. júní 2015 12:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umönnun aldraðra verður ekki bara dýrari, heldur munum við tæplega geta veitt öllu gömlu fólki þá þjónustu sem við teljum að eigi að vera. Fólk mun lifa lengur, fleiri verða aldraðir, það koma á markaðinn fleiri lyf sem framlengja líf fólks.

Við munum ekki geta gefið öllum þessi lyf. Opinbert heilbrigðiskerfi mun ekki standa undir því. Sum þeirra verða rándýr.

Við munum þurfa fleiri innflytjendur til að annast gamalt fólk – þeir munu ekki allir tala íslensku, langt í frá. Ríkisrekið heilbrigðiskerfi mun eiga í vök að verjast. Það verður erfiðara og erfiðara að réttlæta að fólk geti ekki notað peningana sína til að kaupa heilbrigðisþjónustu – kaupa sig fram fyrir eins og það heitir.

Hin risastóra baby boom kynslóð er byrjuð að tínast inn á elliheimili- og öldrunarstofnanir. Hinir elstu af þessari kynslóð sem fæddist eftir stríðið eru á leiðinni þarna inn og svo komum við í humátt á eftir – sjálfur er ég fæddur undir lok tíma þessarar kynslóðar.

Hætt er við að þá verði menn farnir að velja á milli ýmissa vondra kosta í heilbrigðismálunum. Útgjaldaþrýstingurinn verður orðinn nær óbærilegur, eins og lesa má í þessari frétt. Kannski verðum við að neita okkur um ýmislegt annað til að geta veitt sómasamlega heilbrigðis- og öldrunarþjónustu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar