fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Vondir kostir í bandarískum forsetakosningum

Egill Helgason
Mánudaginn 15. júní 2015 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er nánast súrrealískt að það verði hugsanlega Hillary Clinton og Jeb Bush sem berjast um forsetastólinn í Bandaríkjunum.

Jeb, bróðir fyrrverandi Bandaríkjaforseta og sonur annars forseta.

Hillary, eiginkona fyrrverandi forseta.

Þetta virkar frumstætt. En svo er náttúrlega það sem er aðalatriði í þessu, það eru peningarnir sem ráða. Þetta fólk á auðvelt með að safna peningum frá stórfyrirtækjum og moldríkri elítu.

En það tryggir líka að nauðsynlegar breytingar verða ekki gerðar á bandarísku samfélagi.

Jeb lendir sjálfsagt í vandræðum við að verja gjörðir bróður síns, eins versta forseta Bandaríkjanna fyrr og síðar. Manns sem laug Bandaríkin inn í stríð sem hafa valdið ómældum skaða og verið Bandaríkjunum gríðarlegur álitshnekkir.

Hillary er ekki spennandi kostur heldur, þótt hún sé skárri en Jeb. Hún var heldur lélegur utanríkisráðherra á fyrra kjörtímabili Obamas – og víst er að hún mun aldrei gefa neitt eftir í stuðningi sínum við Ísrael. Öll stefnan í Miðausturlöndum, þeirri miklu púðurtunnu, mun halda áfram að miðast við hagsmuni þess ríkis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar