
Þorsteinn Pálsson kemst að kjarna máls eins og svo oft áður í pistili á Hringbraut.
Ekkert breytir því þó að lausnin sem ríkisstjórnin kynnti á mánudag var sannarlega stór áfangi og mikilvægur til að hindra að slit þrotabúanna hefðu nýja kollsteypu í för með sér. En eftir sem áður hefur engin framtíðarstefna í peningamálum verið mótuð sem stuðlað getur að stöðugleika til lengri tíma og sterkari samkeppnisstöðu Íslands.
Ríkisstjórnin var beinlínis mynduð til að sýna fram á að það væri hægt og sanna að vandinn lægi ekki í sveiflukenndu eðli smámynta. En nú er komið í ljós að það hefur ekki tekist. Mörgum kemur það ekki á óvart en öðrum hlýtur það að vera mikil vonbrigði.