
Þrjú línurit sem sýna hvernig efnahagur Íslands náði sér að strik eftir að bankamenn voru fangelsaðir og bankar fengu að fara á hausinn – í stað þess að þeim væri bjargað.
Þetta er fyrirsögn greinar sem birtist á vef breska dagblaðsins The Independent í dag. Hagkerfið sem kom inn úr kuldanum, er ein millifyrirsögnin í greininni.
Fyrsta línuritið sýnir hvernig skuldir Íslands eru að verða viðráðanlegri.
Annað línuritið sýnir tölur yfir atvinnuleysi.
Þriðja línuritið sýnir verðbólgu eftir hrun og fram á daginn í dag.
Í blaðinu segir ennfremur að Ísland verði fyrsta evrópska hagkerfið, sem lenti í kreppu 2008, til að ná sömu stöðu og fyrir hrunið.
Þarna er meðal annars rætt við Ólaf Þ. Hauksson saksóknara sem spyr hvers vegna ákveðin svið samfélagsins ættu að vera undanþegin réttvísinni.
Og haft er eftir Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra að dagurinn þegar tilkynnt var um 39 prósenta skatt á kröfuhafa bankanna hafi verið „hamingjudagur“.
Það er svo athyglisvert að skoða ummælin við greinina – þau eru flest á þann veg að aðrar þjóðir geti lært af Íslandi. Margir lofa reyndar landið í hástert.