fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Loks eitthvað uppörvandi

Egill Helgason
Þriðjudaginn 9. júní 2015 13:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir fráleita einkavæðingu banka, brjálæðslega efnahagslega óstjórn á fyrsta áratug aldarinnar , hrun fjármálakerfis sem af þessu leiddi, Icesave, klúðurslega afhendingu banka til kröfuhafa, misheppnaðar tilraunir til að breyta stjórnarskrá og kvótakerfi, vandræðagang í kringum ESB-umsókn, einkennilega undirgefni ríkisstjórnar við hagsmunaaðila, skuldaleiðréttingu sem var tæknilega ágætlega útfærð en hafði marga galla – jú, og ýmislegt fleira – þá er afar hressandi að upplifa eitthvað í íslenskum stjórnmálum sem virðist vera vel gert, vel hugsað og vel undirbúið.

Menn hafa haft vit á því að semja við helstu kröfuhafa bankanna – þetta hefur tekist að gera á laun með atbeina hins snjalla Lees Buchheit – en að baki vofir stöðugleikaskattur upp á 39 prósent.

Kannski verður látið á þetta reyna fyrir dómstólum, eins og lögfræðiprófessorinn Stefán Már Stefánsson segir, en það breytir því ekki að þessi niðurstaða virðist sanngjörn og vel ígrunduð. Það er svo rúsínan í pylsuendanum ef menn standa við að nota fjármunina sem aflast til að greiða niður skuldir ríkisins.

Þetta er uppörvandi eftir langt skeið þar sem íslensk stjórnmál hafa boðið upp á fátt annað en þunglyndi. Þarna virðist líka vera samstaða milli stjórnmálaflokka, ýmsir eigna sér heiðurinn, en samt erum við ekki að heyra svo stórkarlalegar yfirlýsingar. Kannski veit þetta á betri tíð?

En það er samt ýmislegt ógert, höftin eru ekki farin. Nú þegar búið er að segja a, þurfa menn að kunna að segja b. Upphæðirnar sem lífeyrissjóðir fá að fjárfesta fyrir erlendis eru enn mjög lágar – sem þýðir að þeir verða enn um sinn eins og tröll í íslenska hagkerfinu. Það á í raun enn eftir að ákveða hvernig peningamálastjórnun á að vera háttað á Íslandi þannig að hagkerfið sé frjálst og hagkvæmt – bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Lánakjör sem eru í boði á Íslandi eru með öllu ólíðandi. En tilraunin til að vera með opið hagkerfi og krónuna misheppnaðist hrapallega. Reynslan sýnir okkur að sú leið er líklega með öllu ófær.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar