fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Rússneskir ökumenn, transfólk og bláu föturnar

Egill Helgason
Laugardaginn 10. janúar 2015 06:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegir í Rússlandi eru frægir fyrir hvað þeir eru skelfilegir. 28 þúsund manns dóu í umferðarslysum í Rússlandi 2011, samkvæmt opinberum tölum. Það eru 19 dauðsföll á hverja 100.000 íbúa, á Íslandi eru þau 3.

Nú hefur Pútínstjórnin fundið lausn á þessum vanda. Hún felst í að banna transfólki að aka bíl.

Þetta er brilljant hugmynd. Eða þannig.

Þegar ég fór til Moskvu fyrir nokkrum árum var mér sagt að það sem þyrfti helst að varast í umferðinni væri tvennt. Annars vegar lögreglan sem væri á höttunum eftir fólki til að kúga fé út úr. Og hins vegar embættismönnum og fólki af því kalíberi sem ekur um á ofsahraða með bláa sírenu á bílþakinu. Svona bifreiðar mega fara fram úr öllum öðrum, líka þar sem eru umferðarhnútar.

Þessar sírenur eru frægt tákn um forréttindi í Rússlandi. Það eru ekki bara háttsettir embættismenn sem fá þær, heldur er líka hægt að verða sér úti ef maður hefur mikil áhrif eða er nógu duglegur að múta.

Dæmi eru um að fólk á þessum bifreiðum hafi ekið á aðra vegfarendur – og komist upp með það átölulaust.

Ein aðferðin til að mótmæla þessu er sú að setja bláa leikfangafötu upp á bílþak – ádeilan skilst öllum í Rússlandi. En forréttindastéttin með bláu sírenurnar heldur áfram að fara sínu fram. Og nú skal banna transfólki að keyra. Verða það samkynhneigðir næst?

Blue_bucket_on_a_car

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást