fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Líflegar umræður um lesendabréf þingmanns Danska þjóðarflokksins – Skrifar um fyrirsjáanlega fjölgun múslima á næstu áratugum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 14. apríl 2018 14:00

Höfuðbúnaður sem þessi er bannaður hjá danska hernum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Svo miklu fleiri múslimar verða hér 2050 – Það er skelfilegt!“ Svona hljómar fyrirsögn lesendabréfs sem Martin Henriksen, talsmaður Danska þjóðarflokksins í málefnum innflytjenda, skrifaði og birtist í BT í gær. Eins og svo oft þegar Henriksen tjáir sig um málefni innflytjenda í Danmörku verða líflegar umræður á netinu og það var raunin í gær þegar fólk tjáði sig um skrif hans.

Í bréfinu segir hann að mikill þrýstingur sé á Evrópu. Það sé niðurstaða nýrrar skýrslu frá The Pew Research Center. Bandaríska hugveitan slær því föstu í skýrslunni, að hans sögn, að þótt allur straumur innflytjenda til Evrópu verði stöðvaður strax fyrir fullt og allt þá verði múslimar 7,4 prósent af íbúum álfunnar 2050 en þeir eru nú 4,9 prósent.

„Ef Evrópa vaknar ekki og leyfir sama straum innflytjenda eins og verið hefur á undanförnum árum þá verða tvöfalt fleiri múslimar í Evrópu 2050 en eru í dag. Fyrir Danmörku þýðir mikill straumur múslima að þeir verði 16 prósent landsmanna 2050 en þeir eru 5,4 prósent í dag. Ef við horfum yfir Eyrarsund til Svíþjóðar verður ástandið enn verra. Það verða heil 30,6 prósent íbúanna múslimar ef þessi mikli straumur heldur áfram.“

Segir Henriksen í grein sinni. Hann segist ekki vera hissa á þessari þróun, sem Danski þjóðarflokkurinn hafi ítrekað varað við, en sé samt brugðið.

„Það er hætta á að þau gildi, venjur og siðir sem samfélag okkar byggir á verði ekki við lýði fyrir börnin okkar og barnabörn. Svona mikil breyting á samsetningu íbúafjöldans getur ekki annað en haft áhrif á Evrópu og Danmörku.“

Segir og hann ræðir síðan um nauðsyn strangrar innflytjendalöggjafar og að hana verði að herða. Það verði sífellt erfiðara að leysa þann vanda sem stafar af hliðarsamfélögum innflytjenda ef straumur innflytjenda verður áfram mikill. Hann sér þó ljós í myrkrinu og segir að ástandið í Danmörku væri miklu verra ef ekki væri fyrir Danska þjóðarflokkinn.

Líflegar umræður hafa spunnist á netinu um þetta lesendabréf, meðal annars á Facebooksíðu BT. Skoðanir eru skiptar, sumir taka undir með Henriksen, öðrum finnst hann ekki ganga nógu langt og enn aðrir eru algjörlega á öndverðri skoðun við hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Fréttir
Í gær

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Fréttir
Í gær

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot
Fréttir
Í gær

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“