Ráðherrar tala digurbarkalega á fyrstu dögum ríkisstjórnarinnar, skrifar Egill Helgason sjónvarpsmaður, í umfjöllun sinni um ráðherra og hofmóðinn. En nýju ráðherrarnir Jón Gunnarsson, Þorsteinn Víglundsson og Björt Ólafsdóttir hafa öll verið með stórar yfirlýsingar undanfarið. Egill vitnar í Kristófer Má Kristinsson, fyrrverandi þingmann af þessu tilefni:
Samkvæmt hinni formlegu stjórnskipan íslenska lýðveldisins ber ráðherrum að framkvæma ákvarðanir Alþingis. Enginn nýskipaðra ráðherra virðist átta sig á þessu en gefa út þess í stað persónulegar fyrirætlanir og skoðanir í nafni embættanna á nokkurrar sýnilegrar raunveruleikatengingar. Ekkert nýtt í þessu en hvimleitt.
Pistil Egils Helgasonar má lesa í heild sinni hér.