fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Í nýju ríkisstjórninni eru nánast aðeins sjálfstæðismenn

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 12. janúar 2017 15:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbeinn Óttarsson Proppé verður í öðru sæti lista VG í Reykjavík suður.
Kolbeinn Óttarsson Proppé er þingmaður VG í Reykjavík suður kjördæminu.

„Níu af ellefu ráðherrum eru, eða hafa verið, í Sjálfstæðisflokknum. Það er hærra hlutfall en í sumum byrjunarliðum fótboltalandsliða þegar kemur að upprunanum úr landinu sem spilað er fyrir,“ skrifar Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna um nýju ríkisstjórnina. En auk þeirra sjálfstæðismanna sem taka við ráðherrastólum eru ráðherrar Viðreisnar allir saman fyrrverandi sjálfstæðismenn, þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Benedikt Jóhannesson og Þorsteinn Víglundsson.

Þessi vísun til fótboltalandsliða á við víða í heiminum. Þannig er frægt að meirihluti franska landsliðsins í knattspyrnu sem vann HM (heimsmeistarakeppni landsliða) hafði fæðst annarstaðar en í Frakklandi og æska þeirra átt lítið með franska menningu að gera og ættir þeirra lítt tengdar þeim menningarheimi. Engu að síður slíkir snilldarleikmenn að þeir lönduðu gullinu fyrir Frakkland á heimsmeistaramótinu. Þótt það sé hægt að gagnrýna þannig sýn á fótboltalandslið, því til dæmis var frægasti og líklega besti leikmaður franska landsliðsins frá Alsír, Zidane, en Alsír hefur verið undir áhrifum af franskri menningu í hátt í þrjú hundruð ár. Þá er punkturinn í orðum Kolbeins við hæfi, því talan er há, að níu af ráðherrunum hafi samsamað sig með Sjálfstæðisflokknum á einhverjum tíma. En svo má líta til þess að í tíð vinstri ríkisstjórnarinnar sem tók við eftir hrun þá hafði meirihluti þeirra ráðherra sem þar voru verið í Alþýðubandalaginu á yngri árum sem var smáflokkur sem náði miklum áhrifum í íslensku samfélagi. Flosi Eiríksson, fyrrverandi áhrifamaður í Alþýðubandalaginu, bendir reyndar á þetta á kommentaþræði Kolbeins sem svarar hreinskilnislega játandi og bætir við sögulegum dómi um Alþýðubandalagið: „Alþýðubandalagið hámarkaði völd sín árin 2009-13 og ekki vonum fyrr!“ En þess má geta fyrir þá sem þekkja ekki sögu Alþýðubandalagsins að það var búið að leggja Alþýðubandalagið niður þegar kom að árinu 2009 og þeir ráðherrar sem voru þá komnir í ríkisstjórn voru farnir að berjast undir öðrum fána.

Fyrrverandi þingmenn og ráðherrar mættu á umræðuþráðinn hjá Kolbeini

Svanfríður Jónasdóttir bendir á í kommenti á þræði Kolbeins:

Í umræðuþætti um menntamál í sjónvarpi fyrir kosningarnar 1995 höfðu fimm af sex þáttakendum verið í Alþýðubandalaginu, eða voru það enn Svavar Gestsson. Sá eini sem hafði ekki þá reynslu var ráðherrann, Ólafur G Einarsson. Það er ekki bara almennur félagslegur hreyfanleiki í íslensku samfélagi heldur líka pólitískur ; )

Svavar Gestsson, fyrrverandi forystumaður hjá Alþýðubandalaginu, ráðherra og sendiherra, bætir við orð Svanfríðar:

Einmitt. En er það ekki umhugsunarvert að aðrir flokkar en Alþýðubandalagið eða VG virðast aldrei hafa sóst eftir menntamálaráðuneytinu í stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn eftir að Vilhjálmur á Brekku sá mæti maður var menntamálaráðherra?

Álfheiður Ingadóttir
Álfheiður Ingadóttir

Þarna bendir Svavar væntanlega á að nánast aðeins sjálfstæðismenn, alþýðubandalagsmenn og VG hafa verið í starfi mennta- og menningarmálaráðherra í sögu lýðveldisins Íslands.

Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi þingmaður VG, bætir eftirfarandi við umræðuna á þræðinum um hversu margir ráðherrar væru tengdir Sjálfstæðisflokknum:

9 af 11 Sjàlfstæðismenn plús forseti þings og formaður fjárlaganefndar og 4ra annarra nefnda! Þetta er staðan.

Börkur Gunnarsson tók saman.

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 6 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti