fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Karl Pétur og Þorbjörg Sigríður aðstoða Þorstein

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 12. janúar 2017 14:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Pétur og ÞorbjörgKarl Pétur Jónsson og Þorbjörg SigríðiurGunnlaugsdóttir hafa verið ráðin aðstoðarmenn Þorsteins Víglundssonar félags- og jafnréttismálaráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu.

Karl Pétur er fæddur 30. ágúst 1969 í Kópavogi. Hann lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1991, BA prófi í stjórnmálafræði frá HÍ 2003 og MBA gráðu frá HR 2008. Karl Pétur starfaði á markaðsdeild Frjálsrar fjölmiðlunar 1997-1999, stofnandi og ráðgjafi hjá almannatengslafyrirtækinu Inntaki 1999-2006. Hann starfaði hjá fjárfestingabankanum Askar Capital frá 2007-2009 og hefur frá þeim tíma verið ráðgjafi í almannatengslum ásamt því að framleiða leikverk og sjónvarpsþætti. Karl Pétur er varabæjarfulltúi á Seltjarnarnesi þar sem hann einnig situr í skólanefnd og jafnréttisnefnd. Hann er kvæntur Guðrúnu Tinnu Ólafsdóttur og eiga þau fimm börn á aldrinum 5-19 ára.

Þorbjörg Sigríður er fædd 23. maí 1978 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá MR 1998, lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 2005, LL.M. gráðu frá Columbia University í New York 2011 og er með diplómagráðu í afbrotafræði frá HÍ. Þorbjörg Sigríður hefur verið deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst frá 2015. Hún starfaði sem aðstoðarsaksóknari og deildarstjóri ofbeldisbrotadeildar hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, var aðstoðarmaður dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur, vann við rannsóknarstörf ásamt Hildi Fjólu Antonsdóttur hjá EDDU – Öndvegissetri við HÍ við rannsókn á einkennum nauðungarmála og málsmeðferð þeirra hjá lögreglu og ákæruvaldi á árunum 2008 og 2009. Hún var aðstoðarsaksóknari hjá ríkissaksóknara áður en hún tók til starfa sem deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst. Pistlahöfundur í Fréttablaðinu og einnig í Viðskiptablaðinu. Hefur setið í stjórn UNIFEM, í stjórn Kvennaathvarfsins og ritstjórn 19. júní tímarits Kvenréttindafélags Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 6 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti