fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

Óttarr: Aðstæður Bjarna allt aðrar en hjá Sigmundi Davíð

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 11. janúar 2017 21:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar. Mynd:DV/Sigtryggur Ari
Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar. Mynd:DV/Sigtryggur Ari

Ótt­arr Proppé heil­brigðisráðherra og formaður Bjartr­ar framtíðar segir aðstæður Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í dag vera allt aðrar en aðstæður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í apríl í fyrra þegar Óttarr sagði það óhugsandi að forsætisráðherra væri stætt vegna leyndra tengsla við aflandsfélag.

Óttarr var gestur í Kastljósi í kvöld ásamt Bjarna og Benedikt Jóhannessyni fjármálaráðherra. Þessi ríkisstjórn sé mynduð í kjölfar þingkosninga þar sem allar upplýsingar um frambjóðendur hafi legið fyrir:

Það er tals­verður mun­ur á því þegar fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra leyndi því að hann væri í Panama-skjöl­um og reyndi svo að snúa sig út úr því op­in­ber­lega á miðju kjör­tíma­bili. Það var í raun og veru ákveðinn for­sendu­brest­ur,

sagði Óttarr:

Það er búið að kjósa og niðurstaða þeirra kosn­inga ligg­ur fyr­ir og það er búið að taka okk­ur tíu ellefu vik­ur að púsla sam­an mjög góðri og vænt­an­lega far­sælli rík­is­stjórn.

Á ekki von á að skýrslan verið honum til leiðinda

Mynd: DV/Sigtryggur Ari.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Mynd: DV/Sigtryggur Ari.

Bjarni hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarna daga fyrir að leggja ekki skýrslu um eignir Íslendinga í aflandsfélögum fyrir þingið fyrir kosningar, en Bjarni fékk kynningu á skýrslunni 5. október síðastliðinn, þingi var slitið 13. október, kosið var til þings 29. október og skýrslan svo birt 6. janúar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Bjarni að hann hefði kannski gert mistök en hann á ekki von á því að málið verði honum til leiðinda:

Ég skil vel fólk hafi skoðanir á því hvort skýrslan hefði átt að koma fyrr eða ekki en ég hugsaði þessa skýrslu fyrir þingið,

sagði Bjarni. Á þeim tímapunkti hafi verið komið að þinglokum og ljóst að skýrslan gæti ekki fengið almennilega málsmeðferð:

Það kann að vera að ég hafi gert þau mistök og kannski hefði ég átt að gera það.

Ari Brynjólfsson – ari@pressan.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar