fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

„Samgönguráðherra kemur sterkur inn,“ segir Sigmundur Davíð

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 11. janúar 2017 15:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Mynd: DV/Sigtryggur Ari
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

„Svei mér þá! Er maður ekki bara lentur í því að þurfa að hrósa ráðherrum nýrrar ríkisstjórnar á fyrsta degi. Samgönguráðherra (ofl.) kemur sterkur inn og sýnir skilning á mikilvægi Reykjavíkurflugvallar,“ skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, á fésbókarsíðu sína fyrir rúmri klukkustund síðan. En þess má geta að margir hafa gagnrýnt Jón Gunnarsson, sem er orðinn ráðherra yfir samgöngu-, fjarskipta- og byggðamálum. Þar á meðal Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi, sem lét þau orð falla um Jón Gunnarsson á Twitter að hann byrjaði ömurlega í starfi. Það var útaf því að Jón hafði látið hafa eftir sér að engin önnur lausn væri í stöðunni en að hafa Reykjavíkurflugvöll áfram í Vatnsmýrinni.

Sigmundur Davíð er augljóslega mjög ósammála Gísla Marteini og finnst Jón Gunnarsson hafa byrjað vel.

Sigmundur Davíð heldur síðan áfram að tala um Jón Gunnarsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins og núverandi ráðherra, í fésbókarfærslu sinni og segir: „Vonandi nær hann saman við Framsókn og flugvallarvini í borginni um enduropnun neyðarbrautarinnar. Svo virðist utanríkisráðherrann gefa til kynna að hann muni halda áfram vinnu forveranna við að nýta Brexit og breytingar á ESB. Nú er bara að vona að aðrir í stjórnarflokkunum leyfi þeim að ná árangri í þessum málum.“

Börkur Gunnarsson tók saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að