fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Brynjar vildi verða ráðherra: „Helvítis jafnlaunavottun“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 11. janúar 2017 13:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson
Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/DV

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins styður ráðherraskipan ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar en segist vissulega hafa viljað verða ráðherra. Í pistli á Pressunni segir Brynjar að sjaldan séu menn á eitt sáttir þegar kemur að vali í ráðherraembætti, hans sjónarmið hafi ekki orðið ofan á að öllu leyti í þetta sinn en hann styðji þessa ráðherraskipan þar sem úrvalsfólk sé á ferð.

Það vakti mikla athygli nú í morgun þegar Páll Magnússon oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi lýsti því yfir opinberlega að hann styddi ekki ráðherraskipanina, sagði Páll skipan ráðherra ganga gegn því lýðræðislega umboði sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu áunnið sér í prófkjörum og síðan kosningum í haust og að hún fæli í sér lítilsvirðingu gagnvart Suðurkjördæmi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn vann sinn stærsta sigur í kosningunum. Eru þetta vond tíðindi fyrir ríkisstjórn með eins manns meirihluta á þingi. Brynjar segir hins vegar:

Nú þurfa þingmenn flokksins að fylkja sér um ráðherrana og styðja þá til góðra verka fyrir land og þjóð og láta persónulegar skoðanir og metnað ekki trufla sig um of.

„Óþarfamál“ í stjórnarsáttmálanum

Í samtali við DV í dag segir Brynjar fundinn í gær þar sem Páll lýsti þessu yfir ekki hafa verið hitafund, hann sjálfur hafi helst hafa viljað verða dómsmálaráðherra en hann treysti Sigríði Á. Andersen mjög vel en í prinsippinu finnist honum að reynsla og umboð eigi að gilda umfram kynjasjónarmið við skipun ráðherra.

Varðandi stjórnarsáttmálann segist Brynjar því alfarið ósammála að Sjálfstæðisflokkurinn eigi hann með húð og hári, engar skattalækkanir séu þar að finna og að Bjarni Benediktsson gæti aldrei farið til Brussel til að biðja um aðildarviðræður við Evrópusambandið ef það yrði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann segir hins vegar að allir flokkar ættu að geta kvittað upp á 90% af stjórnarsáttmálanum, sem innihaldi engin „gælumál“ Sjálfstæðisflokksins líkt og hinna flokkanna:

Þarna eru óþarfamál. Til dæmis þessi helvítis jafnlaunavottun. Það er algjörlega fráleitt. Menn á frjálsum markaði semja sín á milli.

Ari Brynjólfsson – ari@pressan.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“