fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Sigurður hættir sem stjórnarformaður Icelandair Group

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 27. febrúar 2017 09:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Helgason. Mynd/DV

Sigurður Helgason stjórnarformaður Icelandair Group sækist ekki eftir endurkjöri á aðalfundi flugfélagsins 3. mars næstkomandi. Hann staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í dag, en Sigurður hefur verið stjórnarformaður frá árinu 2009. Þar áður var hann forstjóri Icelandair Group en hann hefur starfað þar í 43 ár.

Hann segir síðustu tvö ár hafa verið þau bestu í sögu félagsins og skilur hann sáttur. Hann hefur ekki áhyggjur af samkeppninni og segir Icelandair vel í stakk búið að takast á við hana. Félagið hefur pantað sextán nýjar flugvélar frá flugvélaframleiðandanum Boeing og samið hefur verið um kauprétt á átta vélum til viðbótar.

Tommi í Hamborgarabúllunni býður sig fram til stjórnarsetu

Sex bjóða sig fram í fimm manna stjórn Icelandair Group, í tilkynningu til Kauphallarinnar í morgun kemur fram að Ásthildur Margrét Otharsdóttir, Katrín Olga Jóhannesdóttir, og Úlfar Steindórsson bjóða sig fram, en þau eiga öll sæti í stjórninni. Georg Lúðvíksson stofnandi og forstjóri Meniga, Ómar Benediktsson framkvæmdastjóri Farice og Tómas A. Tómasson, best þekktur sem Tommi í Hamborgarabúllunni, bjóða sig einnig fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann