fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Eyjan

Deutsche Bank gæti lagt niður 4.000 störf í Bretlandi vegna Brexit

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 30. apríl 2017 11:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Deutsche Bank gæti flutt allt að 4.000 störf frá Bretlandi vegna Brexit. Þetta hefur Frankfurter Allgemeine Zeitung eftir Sylvie Matherat, yfirregluverði bankans. Þetta er í fyrsta sinn sem háttsettur starfsmaður bankans nefnir einhverja tölu um áhrif Brexit á starfsmannafjöldan hjá bankanum í Lundúnum. Matherat sagði þetta á ráðstefnu í Frankfurt á miðvikudaginn.

Hún sagði að fyrsta skrefið í þessu öllu væri að ESB og Bretland varpi skýrara ljósi á hverju bankinn má eiga von á í tengslum við Brexit. Þessi mál þurfa að skýrast sem fyrst að hennar mati enda um mikilvægt mál að ræða fyrir bankann og starfsmenn hans.

Hún sagði aðspurð að þeir starfsmenn sem sjá um mál viðskiptavina í ESB verði að vera staðsettir í ESB-ríki og því verði þeir að flytja til meginlandsins þegar Brexit tekur gildi. Í heildina eru þetta um 4.000 starfsmenn að hennar sögn.

Hún tók einnig fram að það yrði mikið högg fyrir Bretland að missa þessi 4.000 störf til meginlandsins en starfsmenn Deutsche Bank í Englandi eru 9.000, þar af 7.000 í Lundúnum.

Bandarískir bankar og bankar frá Evrópuríkjum, sem standa utan ESB, hafa notað Lundúni sem einhverskonar aðgangspunkt að Evrópumarkaðinum. Frankfurter Allgemeine Zeitung segir að það verði að öllum líkindum ekki hægt eftir að Brexit verður að veruleika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna