fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Eyjan

Rússar sakaðir um að vopna Talibana

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 25. apríl 2017 19:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Nicholson hershöfðingi og Jim Mattis varnarmálaráðherra.

Yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afghanistan hefur  að því er virðist staðfest að Rússar sendi vopn til Talibana. Þeir há vopnaða baráttu gegn Bandaríkjunum og öðrum bandalagsþjóðum í landinu og hafa gert undanfarin 15 ár. Þetta er víst til að gera samskipti Bandaríkjanna og Rússlands enn erfiðari en þau eru nú þegar afar spennuþrungin.

Hershöfðinginn John Nicholson er yfirmaður bandaríska hersins í Afghanistan. Á blaðamannafundi sem haldinn var í Kabúl, höfuðborg Afghanistan í gær vegna heimsóknar Jim Mattis varnarmálaráðherra til landsins sátu þeir fyrir svörum.

Þegar blaðamaður spurði hershöfðingjann um þær sögusagnir að yfirvöld í Kreml vopnuðu Talibana hafnaði hann þeim ekki.

Við fáum í sífellu fregnir af slíku samstarfi. Við styðjum alla þá sem vilja hjálpa okkur í sáttaferlinu. Hver sá sem sér deiluaðilum fyrir vopnum sem standa fyrir árasum líkt og þeirri sem við urðum vitni að fyrir tveimur dögum í Mazar-e-Sharif er ekki að stuðla að friðsamlegri lausn deilunnar,

sagði Nicholson með Mattis varnarmálaráðherra sér við hlið og vísaði til árásar Talibana á borgina Mazar-e-Sharif í norðurhluta landsins þar sem meira en 100 hermenn létust.

Háttsettur yfirmaður í bandaríska hernum á svæðinu sem ræddi við Washington Post sagði að Rússar hefðu stórlega aukið vopnasendingar sínar til Talibana á undanförnum 18 mánuðum. Þeir væru að senda stórar vélbyssur og fleiri þungavopn undir því yfirskini að þeim yrði beitt gegn Íslamska ríkinu í austurhluta Afghanistan. Þessi vopn væru nú að finnast í suðurhluta landsins, í héruðunum Helmand og Kandahar þar sem Íslamskra ríkið væri ekki með neina starfsemi.

Öll þau vopn sem koma hingað frá erlendu ríki eru brot á alþjóðalögum nema þau sem send eru til ríkisstjórnar Afghanistan,

sagði varnarmálaráðherrann á blaðamannafundinum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Er Bergþór Ólason orðinn helsti siðgæðisvörður Alþingis?

Orðið á götunni: Er Bergþór Ólason orðinn helsti siðgæðisvörður Alþingis?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Eins milljarðs gjaldþrot Frostfisks ehf. – Rúmar 440 milljónir fengust upp í kröfur

Eins milljarðs gjaldþrot Frostfisks ehf. – Rúmar 440 milljónir fengust upp í kröfur
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Lögregla rúin trausti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Að vanvirða líf þar til það þagnar

Steinunn Ólína skrifar: Að vanvirða líf þar til það þagnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“