fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Eyjan

„Enginn stjórnmálamaður vogar sér að selja ungu fólki ábyrgðarhugtakið“

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 20. apríl 2017 17:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frosti Logason. Mynd: DV

„Stjórnmálamenn reyna að selja ungu fólki endalaust af nýjum réttindum. Ekki má lengur tala um bætur því öll erum við búin að vinna okkur inn fyrir borgaralaunum. Án þess að svo mikið sem búa um rúmin okkar. Málfrelsið er úrelt afsprengi feðraveldis. Við afnemum það fyrir fólk sem við höfum ákveðið að þarfnist sérstakrar verndar. Við trúum ekki á samræður og rök, sumir mega einfaldlega ekki tjá sig.“

Þetta segir Frosti Logason útvarpsmaður í bakþönkum Fréttablaðsins í dag. Segir hann að nú búum við á öld kjaftastétta og póstmódernisma þar sem varla líði vika á milli þess en réttlætiskór springi upp á samskiptamiðlum í heilagri reiði:

Fólk hneykslast fyrir hönd annarra og talar um réttindi hinna jaðarsettu. Hinir kúguðu gegn kúgaranum. Vinsælt er að finna einn þjóðfélagshóp til að kenna um allar ófarir. Setjum alla undir einu og sömu sökina. Það selur,

segir Frosti. Nú séu stjórnmálin komin á þann stað að enginn stjórnmálamaður þori að hvetja ungt fólk til ábyrgðar:

Enginn stjórnmálamaður vogar sér að selja ungu fólki ábyrgðarhugtakið. Engum dettur í hug að hvetja ungviðið til að standa sig og klífa upp metorðastiga, vegna þess að póstmódernisminn ákvað fyrir löngu að slíka stiga yrði alla að brjóta niður. Við eigum ekki að þurfa að keppa að neinu. Allt á að koma upp í hendur okkar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Málþóf og málþæfarar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Málþóf og málþæfarar