fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Vífilsstaðir seldir – Páll ósáttur

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 20. apríl 2017 10:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans.

Garðabær hefur eignast jörðina Vífilsstaði, skrifuðu Bene­dikt Jó­hann­es­son fjár­málaráðherra og Gunn­ar Ein­ars­son, bæj­ar­stjóri Garðabæj­ar undir samning þess efnis í gær í golfskála GKG. Um er að ræða 202,4 hekt­ara land í kring­um Víf­ilsstaðasp­ítala, nú­ver­andi golf­vall­ar­svæði GKG, friðland í Víf­ilsstaðahrauni, Rjúpna­hæð á móts við Kjóa­velli sem og svæði aust­an Víf­ilsstaða. Húseignir ríkisins eru undanskildar samningnum, en samkvæmt Morgunblaðinu verða gerðir lóðasamningar um eignirnar. Kaup­verðið er 558,6 millj­ón­ir kr. 99,3 millj­ón­ir voru greiddar við und­ir­rit­un samn­ings­ins og greiða á eftirstöðvarnar fyrir aprílmánuð 2025.

Landið var áður í umsjón Landspítalans en fjármálaráðuneytið tók lóðina til sín árið 2014, gagnrýndi Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans harðlega þá ákvörðun á sínum tíma:

Landspítali mótmælir harðlega að ráðuneytið flytji einhliða og án umræðu umsjón með landinu frá spítalanum. Það vakna upp spurningar hvers vegna beitt er svo sértækri aðgerð til þess að skerða land Landspítala á Vífilsstöðum,

Vífilsstaðir. Mynd úr safni Garðabæjar

sagði Páll í bréfi dagsett 23.desember 2014. Sagði hann það kröfu Landspítala að ákvörðunin yrði afturkölluð og sett yrði af stað stefnumótun til langrar framtíðar um notkun landsins til heilbrigðisþjónustu, en staðsetningin hefur verið nefnd sem hugsanlegur framtíðarstaður nýs Landspítala. Fréttablaðið í dag greinir frá því að Páll sé enn ósáttur:

Athugasemdir Landspítala sneru að því að þarna var um að ræða land sem horft var til fyrir uppbyggingu spítalans til framtíðar,

sagði Páll. Nú er fyrirhugað að efna til samkeppni um skipulag á svæðinu en í tillögu að nýju aðalskipulagi Garðabæjar er gert ráð fyrir að svæði Vetrarmýrar, Hnoðraholts og Vífilsstaða verði eitt skólasvæði með 1200-1500 íbúðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ísland eina Schengen landið sem ekki er með móttöku- og brottfararstöðvar fyrir hælisleitendur

Þorbjörg Sigríður: Ísland eina Schengen landið sem ekki er með móttöku- og brottfararstöðvar fyrir hælisleitendur