fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Njáll Trausti: „Hver er formaður Samfylkingarinnar, Logi eða Dagur?“

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 13. apríl 2017 14:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

„Hjá Loga Má Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar hefur margt breyst frá því í Alþingiskosningunum. Í dag er ekkert sem greinir hann frá Degi, borgarstjóra, í umræðunni um flugvöllinn úr Vatnsmýrinni og aðrir eru einungis að þvælast fyrir.“

Þetta segir Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Fésbókarsíðu sinni í dag en upp frá hans innleggi sköpuðust miklar umræður um framtíð flugvallarins í Vatnsmýrinni þar sem Loga Má og Njáli Trausta, báðir þingmenn Norðausturkjördæmis, greinir á.

Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar.

Fyrr í vikunni sagði Logi að þróun byggðar í Reykjavík þrengi svo að flugvellinum að hann þurfi að víkja og mikilvægt sé að fram fari samtal um hverjar bestu lausnirnar séu svo innanlandsflug leggist ekki af. Vísar Njáll Trausti svo til orða Loga Más fyrir kosningarnar síðasta haust:

Þetta er athyglisvert í ljósi þess að Logi tók undir sjónarmið Hjartans í Vatnsmýrinni þann 27. október 2016, „við erum bara svo háð höfuðborgarsvæðinu að við verðum að hafa mjög greiðar samgöngur þangað og þá er ásamt vegum flugið lykilatriði. Í okkar augum kemur ekki til greina að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni fari fyrr en eða ef menn finna aðra ásættanlega lausn. Menn mundi aldrei láta sér til hugar koma að skera í sundur Reykjanesbrautina og láta menn fara Suðurstrandaveginn og svo bara láta það ráðast hvort menn finni aðra lausn“.

Hvetur Njáll Trausti fólk svo til að horfa á myndbandið hér fyrir neðan og spyr:

Hver er formaður Samfylkingarinnar, Logi eða Dagur?

Logi Már segir svo í athugasemd að fyrir honum komi það ekki til greina að Reykjavíkurflugvöllur fari áður en ásættanleg lausn finnst en að það sé ekki hægt að eyða mikið meira tíma í deilur sem engu skila:

Þess vegna þurfa menn að koma sér að verki! Flugvöllurinn mun fara fyrr eða síðar og ef menn verða ekki búnir að finna ásættanlega lausn þá erum við í vondum málum. Og þá er ekki síst við þá að sakast sem hafa sagt ekkert koma til greina nema Vatnsmýrina. Þetta er í fullu samræmi við það sem ég hef alltaf sagt í bæjarstjórn og víðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun