fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Eyjan

Verkalýðsforysta boðuð á fund HB Granda – Verða fjöldauppsagnir að veruleika?

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 11. maí 2017 13:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Forstjóri HB Granda hefur boðað foryrstu Verkalýðsfélags Akraness og trúnaðarmenn til fundar klukkan 14:15. Í kjölfarið, klukkan 15.00, verður fundur með öllum starfsmönnum HB Granda.

Ég tel að það muni skýrast á þessum fundi hvort uppundir 100 fiskvinnslukonur og menn muni missa lífviðurværi sitt eða ekki,

segir Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA segir um fundarboðið á Facebook síðu sinni.

Á heimasíðu VLFA segir:

Eins og flestir vita þá tilkynntu forsvarsmenn HB Granda í lok mars að þeir hefðu áform um að leggja niður landvinnsluna á Akranesi og segja allt að 100 manns upp störfum. Verkalýðsfélag Akraness og forsvarsmenn Akraneskaupstaðar mótmæltu þessum áformum harðlega og óskuðu eftir því við fyrirtækið að það myndi fresta þessum áformum og hefja viðræður við Akraneskaupstað. Grundvöllur þeirra viðræðna var að kanna hvað það væri sem til þyrfti svo að fyrirtækið myndi hætta við þessi áform sín og með því bjarga þeim störfum sem hér væru undir.

Viðræður á milli Akraneskaupstaðar og forsvarsmanna HB Granda hafa staðið yfir á undanförnum vikum en rétt í þessu hafði forstjóri HB Granda, Vilhjálmur Vilhjálmsson, samband við formann félagsins og óskaði eftir fundi kl. 14:15 og í kjölfarið verður fundað með starfsmönnum kl. 15. Formaður veit ekki hvert tilefni fundarins er en það er ljóst að það tengist þessum áformum og því er það einlæg von Verkalýðsfélags Akraness að tíðindin verði jákvæð þannig að hægt verði að bjarga þeim mikilvægu störfum sem hér eru undir. Eins og áður sagði eru þetta uppundir 100 manns sem starfa í landvinnslunni en með afleiddum störfum eru uppundir 150 störf sem um ræðir.

Eins og áður sagði er ekkert annað í stöðunni en að vona það besta enda er það einlægur vilji Verkalýðsfélags Akraness að við Akurnesingar verðum áfram hluti af þessu öfluga fyrirtæki sem HB Grandi er og skiptir það okkur Akurnesinga gríðarlega miklu máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði