fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Eyjan

Yfirlýst kalífadæmi Íslamska ríkisins riðar til falls

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 29. júní 2017 12:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi IS, lýsir yfir stofnun kalífadæmis Íslamska ríkisins í Al-Nuri moskunni í Mosul. Hann er nú sagður látinn og hin rúmlega 800 ára gamla moska er rústir einar.

Hernaðaryfirvöld í Írak halda því fram að hið svokallaða Íslamska ríki (IS) heyri nú sögunni til eftir að sérsveitir þeirra hafa nú náð undir sig staðnum þar sem Al-Nuri moskan stóð í borginni Mosul í Írak.

Milljónaborgin Mosul hefur verið eitt helsta víghreiður IS-liða eftir að leiðtogi hryðjuverkasamtakanna lýsti því yfir upp á dag fyrir þremur árum síðan að nýtt kalífadæmi múslima hefði nú verið stofnað á landssvæðum sem heyrðu undir Sýrland og Írak.

Hann væri hinn nýji forystumaður allra múslima í heimi. Það var 29. júní 2014 að al-Baghdadi lýsti þessu yfir í tilkynningu sem var lögð út á Twitter.

Nokkrum dögum síðar, þann 4. júlí, lýsti al-Baghdadi því yfir úr prédikunarstól Al-Nuri moskunnar að hann væri kalífi og þar með hinn nýji forystumaður allra múslima í heimi.

Þann 21. júní síðastliðinn var þessi rúmlega 800 ára gamla moska svo sprengd í tætlur af liðsmönnum IS þegar sýnt var að þeir væru að missa Mosul-borg og moskuna úr höndum sínum eftir heiftarlega bardaga gegn aðsteðjandi herliði.

Bygging Al-Nuri moskunnar hófst 1172, sama ár og Flateyjarklaustur var stofnað á Flatey á Breiðafirði. Það varð síðar Helgafellsklaustur við Stykkishólm á Snæfellsnesi og er löngu horfið í dag. Al-Nuri moskan með sinn sérstaka skakka turn stóð hins vegar þar til á miðvikudag fyrir rétt rúmri viku. Hún var á heimsminjaskrá UNESCO.

Nú er talið að það sé einungis spurning um nokkra daga þar til IS-liðar hafi endanlega lotið í lægra haldi í Mosul. Á sama tíma eru hryðjuverkasveitirnar orðnar mjög aðþrengdar í Sýrlandi þar sem Raqqa-borg er höfuðvígið. Þar hafa kúrdískir uppreisnarmenn umkringt borgina með aðstoð fjölþjóða liðsafla sem berst gegn IS.

Margt bendir því til að hið svokallaða kalífadæmi Íslamska ríkisins sé að líða undir lok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu