fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

Hlutdeild Costco 15% af öllum markaðnum

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 4. ágúst 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er búið að vera mikið að gera í Costco frá því að verslunin opnaði fyrir meira en mánuði. Mynd/Sigtryggur Ari

Bensínstöð Costco í Kauptúni í Garðabæ er með 15% hlutdeild af allri eldsneytissölu á Íslandi. Greint er frá þessu í Morgunblaðinu í dag. Bensínstöðin er búin að vera opin í rúma tvo mánuði og síðan þá hafa verið langar raðir þangað til að taka bensín.

Magnús Óli Ólafsson forstjóri heildsölunnar Inness segir að vegna samkeppni frá Costco kunni að verða samruni á heildsölumarkaðnum á Íslandi.

Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri heildsölunnar Ísam segir að koma Costco muni hafa afgerandi áhrif á verslun hér á landi. Það verði þó að koma í ljós hvort verslunin breyti innkaupamynstri landsmanna:

Opinberar tölur sýna að salan hefur dregist saman hjá vissum keðjum. Það er ekki tímabært að draga miklar ályktanir af fyrstu vikunum hjá Costco. Það er þó ljóst að fyrirtækið mun hafa afgerandi áhrif. Spurningin er hvernig þau munu birtast. Það verður að koma í ljós hvernig Íslendingar versla í Costco til framtíðar, en vegna fyrirtækisins gæti innkaupamynstur verið að breytast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Finnst sjálft lýðræðið vera undir á Alþingi

Finnst sjálft lýðræðið vera undir á Alþingi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr spenntur fyrir málþófinu í dag – „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss“

Jón Gnarr spenntur fyrir málþófinu í dag – „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“