fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Eyjan

Eng­inn lesið Gagn og gam­an og Litlu gulu hænu ís­lenskr­ar stjórn­skip­un­ar­hefðar og standa á gati

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 18. september 2017 18:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Oddsson ritstjóri og fv. forsætisráðherra.

„Enn hef­ur ekki verið upp­lýst hvers vegna rík­is­stjórn­in sprakk. Ekki þannig að skilj­an­legt sé. En vitað er að hún var sprengd með til­kynn­ingu sem barst frá heim­ili Ótt­ars Proppé, leiðtoga Bjartr­ar framtíðar, skömmu eft­ir miðnætti (!) aðfaranótt föstu­dags. Eng­in skýr­ing hef­ur verið gef­in á hvers vegna mátti ekki taka þessa ákvörðun í björtu. At­b­urðarás­in staðfest­ir hins veg­ar hversu óeðli­legt er að smá­flokk­ar með enga stjórn­skipu­lega reynslu, ger­sneydd­ir raun­veru­legu baklandi, fái of mikið rík­is­vald í hend­ur. Óttar leiðtogi hef­ur lýst hvernig fólkið „hafi setið í hring“ og hver tjáð sig í eina til tvær mín­út­ur.“

Þetta segir í leiðara Morgunblaðsins í dag, sem ljóst er að skrifaður er af Davíð Oddssyni, ritstjóra blaðsins og fv. forsætisráðherra.

Hann segir það undirstrika hversu súr­realísk þessi ákvörðun var að Bene­dikt Jó­hann­es­son, sem bjó yfir sömu upp­lýs­ing­um og Óttar, hafi sagt spurður um tíðind­in að hann hefði ekki talið frétt­ir dags­ins fela í sér trúnaðarbrest.

„Hitt er annað mál að ekki löngu síðar var eitt­hvert „ráðgjaf­aráð“ búið að koma því inn hjá Bene­dikt að þetta væri ekki aðeins trúnaðarbrest­ur held­ur ofsa­leg­ur trúnaðarbrest­ur. Þessi stofn­un, sem fáir höfðu heyrt nefnda, virðist ekki aðeins hafa verið stofnuð til skrafs og ráðagerða held­ur sem eins kon­ar „pólit­búru“ hjá Viðreisn,“ segir í leiðaranum.

„Hún kom svo næst við sögu eft­ir að for­sæt­is­ráðherra hafði beðið for­seta um lausn, eins og næst­um sjálf­gefið var. Það eru til for­dæmi frá ekki minni manni en Ólafi Jó­hann­es­syni, helsta fræðimann­in­um um stjórn­laga­mál­efni, sem vék ekki þótt full­trú­ar póli­tísks smælk­is tætt­ust frá hon­um. Hann vísaði á þær leik­regl­ur sem giltu um það hvernig koma mætti frá rík­is­stjórn sem sæti í óþökk Alþing­is.

Ann­ar stjórn­laga­fræðing­ur, Gunn­ar Thorodd­sen, beitti sér fyr­ir setn­ingu fjölda bráðabirgðalaga, þótt óvíst væri um að rík­is­stjórn­in hefði enn meiri­hluta á Alþingi. En þetta var allt áður en óguðleg­ir álf­ar sett­ust sam­an í hring, til að fella rík­is­stjórn. Hingað til hafa stór­mál ein ráðið slík­um úr­slit­um. Dæmi um það er þegar Her­mann for­sæt­is­ráðherra taldi að landið væri að ramba fram af brún hengiflugs haustið 1958.

Eft­ir að for­seti hafði meðtekið og samþykkt lausn­ar­beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar óskaði hann eft­ir því að rík­is­stjórn­in sæti áfram uns önn­ur hefði verið mynduð. Fram að þessu hafa frá­far­andi for­sæt­is­ráðherr­ar samþykkt slíka beiðni for­seta á staðnum án þess að bera það und­ir aðra og breytt rík­is­stjórn­inni þar með í starfs­stjórn. En nú þurfti þjóðin til viðbót­ar við ann­an skrípaleik að horfa á álf­ana dansa. Snill­ing­arn­ir í hinni skín­andi björtu framtíð og þeir sem reistu sig við í fyrra tóku að fimb­ulfamba op­in­ber­lega um það hvort þeir ættu virki­lega að samþykkja starfs­stjórn. Var aug­ljóst að eng­inn á þeim bæ hefði lesið Gagn og gam­an og Litlu gulu hænu ís­lenskr­ar stjórn­skip­un­ar­hefðar og stæðu á gati.

Nú þykir ein­sýnt í þess­um gerviógöng­um að breyta lög­um svo meðmæl­end­ur, eins og Rík­is­út­varpið orðaði svo smekk­lega, tækju ekki ábyrgð á barn­aníðing­um. Þetta er það besta sem fyr­ir „brota­menn“ er gert því eng­inn maður fæst til leggja þeim gott til eft­ir þetta fár. En ekki verður séð að í lög­um sé minnst á þessa meðmæl­end­ur. Þar er hins veg­ar mælt fyr­ir um að sann­reyna þurfi eins og fært sé að brotamaður hafi eft­ir afplán­un og biðtíma bætt ráð sitt. Ráðuneytið hef­ur ákveðið að þetta skuli gert með því að fá val­in­kunna menn „t.d. vinnu­veit­anda“ eins og seg­ir á heimasíðu þess, til að gefa álit. Það get­ur að sjálf­sögðu eng­inn „ábyrgst“ eitt eða neitt í slík­um efn­um. Vinnu­veit­andi, sem ráðuneytið bend­ir sér­stak­lega á, get­ur vottað að um­rædd­ur aðili sinni vinnu af alúð en ekk­ert sagt um það hvað starfsmaður­inn aðhefst að öðru leyti. Vegna þess­ara aug­ljósu erfiðleika verða hin form­legu skil­yrði að duga um afplán­un og biðtíma þar sem ekk­ert hef­ur komið fram um áfram­hald­andi brota­hátt­semi. Þeir sömu og for­dæma sí­fellt „geðþótta­ákv­arðanir“ ráðherra (sem er raun­ar eitt ruglið enn) tala hins veg­ar um „færi­band“ ef jafn­ræðis er gætt með fyr­ir­liggj­andi áþreif­an­leg­um form­regl­um. Marg­ur hef­ur seilst langt til að koma höggi á for­sæt­is­ráðherr­ann, ekki síst hið siðhalta Rík­is­út­varp (Faðir for­sæt­is­ráðherra ábyrg­ist barn­aníðing).

Ekki hef­ur þó verið bent á neitt dæmi um það að skipt hafi máli í ára­tuga meðferð mála af þessu tagi hver það er sem legg­ur gott orð til um­sækj­anda. Meðmæl­and­inn get­ur aðeins nefnt það sem hann veit já­kvætt um hann. Hann get­ur ekki ábyrgst eitt eða neitt og aldrei tekið ábyrgð á þeim glæp sem fram­inn var. Þetta und­ir­strikaði pró­fess­or­inn í stjórn­skip­un­ar­rétti ný­lega, og ætti það raun­ar að liggja í aug­um uppi,“ segir í leiðara Morgunblaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin