fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Bændur segja að mál sauðfjárbænda þoli enga bið

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 18. september 2017 13:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál sauðfjárbænda eru í miklu uppnámi og óvissu eftir fall ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar.

Samtök bænda segja að það þoli enga bið að finna úrlausn á vanda sauðfjárbænda landins. Fall ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar hafi sett málið í algert uppnám. Mikil hætta sé á að margir bændur lendi í miklum fjárhagsvandræðum á næstunni vegna lækkana á afurðaverði í sauðfjárrækt. Bændur vilja að Alþingi setji málefni sauðfjárbænda á dagskrá eins fljótt og auðið er.

Sameiginleg yfirlýsing Landssamtaka sauðfjárbænda og Bændasamtaka Íslands var send út fyrir stundu:

Fulltrúar Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) og Bændasamtaka Íslands (BÍ) hafa síðustu vikur og mánuði leitað lausna ásamt stjórnvöldum á aðsteðjandi rekstrarvanda sauðfjárbænda. Ekki þarf að fjölyrða um áhrif allt að 35% lækkunar á afurðaverði sem sláturleyfishafar kynntu bændum í ágústmánuði. Þau eru alvarleg og fjöldi bænda sér fram á verulega erfiðleika í sínum rekstri ef fram heldur sem horfir.

Þann 4. september síðastliðinn kynnti landbúnaðarráðherra tillögur um aðgerðir til að leysa vanda sauðfjárbænda. Samtök bænda lýstu því strax yfir að margt væri hægt að taka undir hjá ráðherra en tóku jafnframt skýrt fram að tillögurnar leystu ekki vandann að fullu.

Þriðjudaginn 19. september hafa Landssamtök sauðfjárbænda boðað til aukafundar þar sem til stendur að ræða tillögur ráðherra og álykta um framhaldið. Markmið fulltrúa bænda er að koma fram með lausnir sem taka á þeim bráðavanda sem stéttin stendur frammi fyrir.

Nýjustu vendingar í þjóðmálunum og sú staðreynd að núverandi ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar er fallin setja málið í uppnám. Samtök bænda leggja þunga áherslu á að lausnum fyrir sauðfjárbændur verði ekki frestað. Málið þolir enga bið.

Það er mikilvægt að Alþingi setji málefni sauðfjárbænda á dagskrá svo fljótt sem unnt er og taki tillit til þeirra athugasemda sem bændur munu leggja fram við framlagðar tillögur fráfarandi landbúnaðarráðherra. Skjót og farsæl úrlausn mun eyða óvissu og tryggja að ekki verði hrun í stétt sauðfjárbænda.

Landssamtök sauðfjárbænda og Bændasamtök Íslands beina þeim skilaboðum til sinna félagsmanna að ekkert er í hendi um aðgerðir fyrr en Alþingi hefur tekið afstöðu til málsins. Forystufólk BÍ og LS rær að því öllum árum að ná farsælli lendingu með stjórnvöldum sem allra fyrst. Tilfinning þess er að víðtækur hljómgrunnur sé fyrir því í öllum stjórnmálaflokkum að bregðast við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar