fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Þingmaður Pírata vissi af umsögn Benedikts: ,,Ég vissi það bara fyrir löngu síðan“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 18. september 2017 09:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata segir að hún hafi vitað það fyrir löngu síðan að Benedikt Sveinsson, kaupsýslumaður og faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, hafi veitt Hjalta Sigurjóni Haukssyni umsögn við umsókn Hjalta um uppreist æru. Birgitta sagði í þættinum Helgarútgáfan á Rás 2 í gærkvöldi að blaðamaður hefði sagt sér að nafn Benedikts væri að finna í gögnum Hjalta.

Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar, sem var einnig viðmælandi í Helgarútgáfunni, sagði að það að ákvörðunin um að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu hafi ekki aðeins verið vegna trúnaðarbrests heldur einnig það að mál ríkisstjórnarinnar hafi verið óvinsæl hjá baklandi flokksins.

Sjá einnig: Vísar því til föðurhúsanna að Björt framtíð hafi setið á sér frá því á mánudag

Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Líkt og fram hefur komið vissi Óttarr á mánudeginum að nafn Benedikts hafi verið að finna í gögnum tengdum uppreist æru, en Björt framtíð hefur hafnað því að hafa setið á sér með að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu þangað til málið komst í fjölmiðla á fimmtudeginum þar sem Óttarr hafi ekki vitað hvaða máli Benedikt tengdist né að Bjarni hafi vitað af því frá því í júlí.

Birgitta segir að nafni Benedikts hafi verið lekið þar sem fullt af fólki hafi vitað af því að hann hefði veitt dæmdum barnaníðing umsögn áður en greint var frá því í fjölmiðlum:

Það er langt síðan að mér var sagt af blaðamanni, hver hefði kvittað upp á hjá Hjalta, ég bara hreinlega trúði því ekki,

sagði Birgitta:

Ég vissi það bara fyrir löngu síðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar