fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Eyjan

Spjótin standa á Smára McCarthy: „Níðingur“ sem eigi ekkert erindi á Alþingi

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 17. september 2017 12:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Smári McCarthy þingmaður Pírata

Mikil reiði virðist nú meðal Sjálfstæðismanna vegna Twitter-færslu Smára McCarthy þingmanns Pírata þar sem hann líkti málavöxtum við stjórnarslitin á Íslandi við mál breska sjónvarpsmannsins og kynferðisglæpamannsins Jimmy Savile.

Smári skrifaði færslu sína og birti á Twitter að morgni síðastliðins fimmtudags. Bandaríska viðskiptablaðið Financial Times birti þessa færslu síðan í frétt um íslensku stjórnarslitin á vef sínum.

Sjá Eyjufrétt: Erlendir fjölmiðlar slá falli stjórnarinnar upp sem máli tengdu hneyksli vegna barnaníðs. 

Björn Bjarnason fyrrum ráðherra gerir þetta að umtalsefni í pistli á vefsetri sínu í dag. Þar skrifar hann meðal annars:

Smári McCarthy, þingmaður Pírata, hefur gengið lengst í að sverta mannorð andstæðinga sinna og virðingu þjóðarinnar út á við með færslu á ensku um þjóðkunnan breskan barnaníðing í samhengi við stjórnarslitin. Hann varð sér til minnkunar og vonandi verða kjósendur í kjördæmi hans minntir á hvað hann telur sér sæma að segja í stjórnmálabaráttunni. Hann á ekkert erindi á alþingi að nýju.

Pistill Björns ber titilinn „Opnir stjórnarhættir – klíkuveldi Pírata.“ Þar gagnrýnir hann flokk Pírata mjög harðlega og skrifar einnig:

Fyrir kosningarnar í október 2016 var framvindan við val frambjóðenda Pírata sérkennileg og bar þess merki að lítil klíka teldi sig hafa ráð flokksins í hendi.

Björn Bjarnason. Mynd/DV

Birgitta Jónsdóttir ætlar að hætta á þingi og á Facebook má sjá að um valdaskipti verður að ræða innan Pírata. Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrv. þingamaður flokksins, tekur við keflinu af Birgittu. Nú er ekki sett á svið nein leiksýning með prófkjörum og öðru slíku heldur ræða nokkrir Píratar saman fyrir luktum dyrum og ákveða næsta foringja sem skrifar lofgrein um Birgittu og stað hennar í sögubókum framtíðarinnar.

Þetta er fólkið sem telur sig helstu talsmenn opinna stjórnmála og lýðræðis. Fulltrúar Pírata hrópa hæst á allt innan stjórnsýslunnar fari fram fyrir opnum tjöldum. Það á greinilega við aðra en þá sjálfa. Hvergi er leyndin,  pólitíska sjálftakan og klíkuveldið meira.

Fleiri hafa gagnrýnt Smára McCarthy. Meðal annars skrifar Páll Bragi Kristjónsson fyrrum bókaútgefandi og athafnamaður eftirfarandi færslu á Facebook-vegg sínum, þar sem hann kallar Smára „NÍÐING á Alþingi“:

ÓGEÐSLEGT………..að lesa eftirfarandi twitterfærslu frá íslenskum alþingismanni:“Iceland's Jimmy Savile case: our PM,…

Posted by Páll Bragi Kristjónsson on 16. september 2017

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skýrsla Arion banka um árangur ársins 2024 af Konur fjárfestum

Skýrsla Arion banka um árangur ársins 2024 af Konur fjárfestum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Kjölturakkinn sem heldur að hann sé Rottweiler

Orðið á götunni: Kjölturakkinn sem heldur að hann sé Rottweiler