fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Birgitta staðfestir að hún sé hætt

Ari Brynjólfsson
Laugardaginn 16. september 2017 10:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Birgitta Jónadóttir þingflokksformaður Pírata segir að hún muni hætta á þingi eftir þetta kjörtímabil líkt og hún hafi gefið út í ágúst síðastliðnum.

Sjá einnig: Birgitta Jónsdóttir ætlar ekki að bjóða sig fram til þings á nýjan leik – Skiptir engu þótt kjörtímabilið verði stutt

Birgitta var ekki afgerandi þegar hún svaraði því hvort hún ætlaði að standa við stóru orðin þegar hún var spurð í kvöldfréttum RÚV í gær og var hún í kjölfarið hvatt af fjölmörgum samflokksmönnum sínum að ganga á bak orða sinna og gefa kost á sér á nýjan leik. Var meðal annars kosið óformlega um málið inni á Pírataspjallinu þar sem naumur meirihluti var fyrir því að Birgitta myndi hætta til að skaða ekki trúverðugleika flokksins. Þess má þó geta að Birgitta gaf það út árið 2014 að hún væri á sínu síðasta kjörtímabili en hætti svo við að hætta.

Á Fésbók nú í morgun tekur hún af öll tvímæli um að hún ætli ekki að hætta:

Ég hef lofað sjálfri mér því að hætta eftir þetta kjörtímabil, óháð lengd þess. Það er ekkert sem getur fengið mig til að skipta um skoðun. Ég er snortin af þeirri bylgju hvatningar að fara fram aftur sem ég hef fundið fyrir þvert á flokka sem og í grasrót minni. Ástæða þess að ég hef ekki viljað koma með þessa yfirlýsingu strax er einfaldlega vegna þess að þessu kjörtímabili er ekki lokið, þrátt fyrir að núverandi stjórn sé fallinn,

segir Birgitta. Hún segir ákall hafa verið um að hún svari skýrt hvort hún gefi kost á sér á ný eður ei, bæði meðal Pírata og meðal pólitískra andstæðinga:

Ég vil ekki halda fólki í óþarfa óvissu. Ég mun að sjálfsögðu þrátt fyrir að vera ekki í framboði í næstu kosningum, halda áfram að berjast fyrir réttlátara samfélagi og þeim breytingum sem ég hef lagt þunga á að ná í gegn hérlendis sem og erlendis.

Birgitta hefur skorað á Helga Hrafn Gunnarsson fyrrverandi þingmann Pírata að gefa kost á sér í komandi kosningum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar