fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Meirihluti þingmanna vill kosningar sem fyrst

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 15. september 2017 12:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhugur er hjá þingflokki Vinstri grænna, Viðreisnar, Framsóknarflokksins og Pírata um að rjúfa þing og boða til kosninga. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar nú í Valhöll um næstu skref, en miðað við vilja meirihluta þingmanna þá stefnir allt í að Bjarni Benediktsson muni fara á fund forseta Íslands í dag eða á næstu dögum og biðjast lausnar.

Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði í samtali við Vísi í morgun það vera einhug í röðum flokksins að boða til nýrra kosninga. Sömu sögu sagði Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins. Viðreisn fór fram á kosningar í nótt í kjölfar stjórnarslitanna. Fram kemur svo í tilkynningu frá Pírötum að þingflokkurinn skori á Alþingi að samþykkja nýja stjórnarskrá og boða til kosninga. Alls telja þessir þingflokkar 35 þingmenn og er því meirihluti á þingi fyrir að boða til nýrra kosninga. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar vildi ekki gefa upp afstöðu þingflokksins varðandi kosningar í samtali við RÚV, sagði hann ekki ólíklegt að það verði kosið, en á Fésbók í morgun hafnaði hann alfarið hugsanlegu stjórnarsamstarfi við  Sjálfstæðisflokkinn. Ekki hefur náðst í þingmenn Bjartrar framtíðar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar