fbpx
Föstudagur 25.júlí 2025
Eyjan

Meirihluti þingmanna vill kosningar sem fyrst

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 15. september 2017 12:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhugur er hjá þingflokki Vinstri grænna, Viðreisnar, Framsóknarflokksins og Pírata um að rjúfa þing og boða til kosninga. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar nú í Valhöll um næstu skref, en miðað við vilja meirihluta þingmanna þá stefnir allt í að Bjarni Benediktsson muni fara á fund forseta Íslands í dag eða á næstu dögum og biðjast lausnar.

Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði í samtali við Vísi í morgun það vera einhug í röðum flokksins að boða til nýrra kosninga. Sömu sögu sagði Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins. Viðreisn fór fram á kosningar í nótt í kjölfar stjórnarslitanna. Fram kemur svo í tilkynningu frá Pírötum að þingflokkurinn skori á Alþingi að samþykkja nýja stjórnarskrá og boða til kosninga. Alls telja þessir þingflokkar 35 þingmenn og er því meirihluti á þingi fyrir að boða til nýrra kosninga. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar vildi ekki gefa upp afstöðu þingflokksins varðandi kosningar í samtali við RÚV, sagði hann ekki ólíklegt að það verði kosið, en á Fésbók í morgun hafnaði hann alfarið hugsanlegu stjórnarsamstarfi við  Sjálfstæðisflokkinn. Ekki hefur náðst í þingmenn Bjartrar framtíðar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga