fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Vísar því til föðurhúsanna að Björt framtíð hafi setið á sér frá því á mánudag

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 15. september 2017 09:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

„Ég hef ekkert nema orð Benedikts Jóhannessonar fyrir því að hann [Óttarr Proppé] hafi vitað þetta á mánudag,“ segir Guðlaug Kristjánsdóttir stjórnarformaður Bjartrar framtíðar í samtali við Eyjuna. Óttarr hefur sagt að hann hafi frétt það í fjölmiðlum að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hafi sagt Bjarna Benediktssynar forsætisráðherra að faðir Bjarna hafi skrifað undir umsögn fyrir dæmdan barnaníðing, en Óttarr hefur einnig sagt að Bjarni hafi sagt sér í vikunni að faðir hans komi fyrir í gögnum sem tengjast uppreist æru. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar sagði í viðtali í morgun að hann upplifi ekki sama trúnaðarbrest og Björt framtíð.

Guðlaug vísar því alfarið til föðurhúsanna að Björt framtíð hafi vitað um málið frá því fyrr í vikunni og hafi svo notað tækifærið til að slíta stjórnarsamstarfinu þegar málið var komið í fjölmiðla. Hún hafi skilið Óttarr þannig á fundinum í gærkvöldi að Bjarni hefði nefnt þetta við hann á miðvikudeginum en ekki í neinum smáatriðum, Óttarr hafi svo frétt það í fjölmiðlum að Sigríður hafi sagt Bjarna frá málinu í júlí:

Stóri þátturinn í þessu er að það eru sex eða sjö vikur frá því að þau skiptast á upplýsingum, Sigríður og Bjarni, þangað til einhverju er andað til okkar fólks og það er ekki gert fyrr en í ítrustu neyð, þegar þetta er á leiðinni í loftið,

Guðlaug Kristjánsdóttir stjórnarformaður Bjartrar framtíðar.

segir Guðlaug. Segir hún að í því felist trúnaðarbresturinn:

„Í sex eða sjö vikur, að halda að sér upplýsingum sem verið sé að krefjast. „Mér finnst mjög klént að reyna að stilla þessu upp þannig að við höfum verið að melta þetta frá því á mánudag. Ég vísa því algjörlega til föðurhúsanna.“

Guðlaug segir að hún sem og aðrir í Bjartri framtíð hafi fyrst frétt af málinu síðdegis í gær, varðandi það að Bjarni hafi nefnt þetta við Óttarr í vikunni segir Guðlaug:

Hann nefndi að það væri einhversstaðar í pappírum nafn föður hans. Það var ekki vitað hvaða máli það tengdist, það voru engar nánari upplýsingar. Málið snýst ekki um það, málið snýst um það að forsætisráðherra og dómsmálaráðherra, í hátt á annan mánuð sitja á upplýsingum. Á meðan málið er til umfjöllunum í nefndum þings og annað, það er staðreynd málsins og það er við því sem við erum að bregðast.

Ekki náðist í þingmenn Bjartrar framtíðar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar